Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 15:05 Ferencz árið 2010. Armin Weigel/AP Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019. Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019.
Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira