Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 07:50 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var gert vart um lekann fyrir helgi. AP/Manuel Balca Ceneta Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. „Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar. Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
„Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar.
Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira