Íslensk matvara á páskum 2024 Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 11. apríl 2023 11:30 Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað? Evrópusambandið er tollabandalag og var stofnað sem slíkt, sem lýsir sér í niðurfellingu tolla milli ESB ríkja og sameiginlegum ytri tollum gagnvart ríkjum utan sambandsins. Tollar eru ekki séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði en það er oft látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla. Það er kannski ástæða fyrir því að gula góða Cheerios fæst ekki í mörgum löndum ESB. Það er framleitt í Bandaríkjunum og er það líklega vegna hárra innflutningstolla ESB að það er bara of dýrt til að setja á markað í Evrópu. Gott ef ekki er þá ekki líklega framleitt enn betra morgunkorn innan sambandsins og þau vilja styðja við sína matvöruframleiðendur. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólíkir. Þjóðir munu að sjálfsögðu áfram vernda framleiðslu sína og störf fólks. Hafa það sem sannara reynist Formaður Viðreisnar fullyrðir að verndartollar séu hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Að langstærstum hluta bera innfluttar matvörur ekki verndartolla. Ef rýnt er í íslensku tollskránna og hún borin sama við önnur lönd sem við svo oft berum okkur saman við, má sjá að Ísland leggur ekki á hærri tolla og tollskráin íslenska inniheldur ekki fleiri tollnúmer en hjá löndum sem við berum okkur saman við og er í mörgum tilfellum búið að gera tvíhliða samninga um viðskipti á matvöru sem ekki er lagt á tollar. Betri er heimafenginn baggi Formaður Viðreisnar er annt um íslenska matvælaframleiðslu, þar þekki ég hana. Þar er ég líka. Hún nefnir sérstaklega öfluga mjólkurvinnsluna Örnu í Bolungarvík sem við á Vestfjörðum erum virkilega stolt að. Þrátt fyrir ungt fyrirtæki eru þau búin að koma sér vel fyrir á markaði með öflugt þróunarstarf og nýsköpun að vopni. Þjóðir leggja á verndartolla til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi á sambærilegri vöru. Það þykir sanngjarnt. Það þyrfti ekki að spyrja að framtíðarmöguleikum lítillar mjólkurvinnslu í Bolungarvík ef hún þyrfti að keppa óhindrað við innflutta verksmiðjuframleiðslu frá útlöndum. Við Íslendingar eru heppnir að því leyti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Við viljum horfa til framtíðar og hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Viðreisn Evrópusambandið Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað? Evrópusambandið er tollabandalag og var stofnað sem slíkt, sem lýsir sér í niðurfellingu tolla milli ESB ríkja og sameiginlegum ytri tollum gagnvart ríkjum utan sambandsins. Tollar eru ekki séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði en það er oft látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla. Það er kannski ástæða fyrir því að gula góða Cheerios fæst ekki í mörgum löndum ESB. Það er framleitt í Bandaríkjunum og er það líklega vegna hárra innflutningstolla ESB að það er bara of dýrt til að setja á markað í Evrópu. Gott ef ekki er þá ekki líklega framleitt enn betra morgunkorn innan sambandsins og þau vilja styðja við sína matvöruframleiðendur. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólíkir. Þjóðir munu að sjálfsögðu áfram vernda framleiðslu sína og störf fólks. Hafa það sem sannara reynist Formaður Viðreisnar fullyrðir að verndartollar séu hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Að langstærstum hluta bera innfluttar matvörur ekki verndartolla. Ef rýnt er í íslensku tollskránna og hún borin sama við önnur lönd sem við svo oft berum okkur saman við, má sjá að Ísland leggur ekki á hærri tolla og tollskráin íslenska inniheldur ekki fleiri tollnúmer en hjá löndum sem við berum okkur saman við og er í mörgum tilfellum búið að gera tvíhliða samninga um viðskipti á matvöru sem ekki er lagt á tollar. Betri er heimafenginn baggi Formaður Viðreisnar er annt um íslenska matvælaframleiðslu, þar þekki ég hana. Þar er ég líka. Hún nefnir sérstaklega öfluga mjólkurvinnsluna Örnu í Bolungarvík sem við á Vestfjörðum erum virkilega stolt að. Þrátt fyrir ungt fyrirtæki eru þau búin að koma sér vel fyrir á markaði með öflugt þróunarstarf og nýsköpun að vopni. Þjóðir leggja á verndartolla til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi á sambærilegri vöru. Það þykir sanngjarnt. Það þyrfti ekki að spyrja að framtíðarmöguleikum lítillar mjólkurvinnslu í Bolungarvík ef hún þyrfti að keppa óhindrað við innflutta verksmiðjuframleiðslu frá útlöndum. Við Íslendingar eru heppnir að því leyti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Við viljum horfa til framtíðar og hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun