Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2023 12:03 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“ Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira