Ísland þarf fjögurra marka sigur í dag og gæti endað í vító Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 10:31 Steinunn Björnsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu þurfa að eiga sinn allra besta leik í dag til að eiga möguleika á að komast á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Til þess að Ísland verði með á HM kvenna í handbolta í jólamánuðinum þurfa stelpurnar okkar að vinna að minnsta kosti fjögurra marka sigur gegn Ungverjalandi á útivelli í dag. Leikurinn gæti endað í vítakeppni. Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira