Metoo hvað nú? Drífa Snædal skrifar 12. apríl 2023 14:30 Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun