Paypal kastar íslenskum aurum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 22:25 Breytingarnar sem Paypal boðar eru sagðar í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands. Allar greiðslur á Íslandi hafa verið í heilum krónum frá árinu 2003. Vísir/Vilhelm Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum. Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum.
Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent