Hættur við að kaupa Man. Utd: „Tek ekki þátt í þessum farsa“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 08:00 Ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar um að efna til þriðju umferðar tilboða í Manchester United bitnar á félaginu að mati Thomas Zilliacus sem er hættur við að reyna að kaupa félagið. Samsett/Getty Finnski frumkvöðullinn Thomas Zilliacus hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um að eignast Manchester United. Hann segir ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar, núverandi eigenda enska stórveldisins, um að efna til þriðju umferðar tilboða í félagið vera farsa. Zilliacus er einn þriggja sem opinberlega hafa lagt fram betrumbætt tilboð í United eftir að efnt var til annarrar umferðar í söluferlinu. Hinir eru sjeikinn Jassim frá Katar og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe sem er eigandi Ineos. Hinn 69 ára gamli Zilliacus hefur áður komið að finnska knattspyrnufélaginu HJK Helsinki og íshokkífélaginu Jokerit. Hann segir Glazer-fjölskylduna sína United vanvirðingu með því hvernig söluferlinu hafi verið háttað. „Þessar frestanir munu gera nýjum eiganda mjög erfitt fyrir við að búa til sigurlið fyrir næstu leiktíð,“ skrifaði Zilliacus á Twitter. „Tilboðsferlið er orðið að farsa, þar sem Glazer-fjölskyldan sýnir félaginu enga virðingu. Við Jim Ratcliffe og sjeikinn Jassim vorum allir tilbúnir að semja um kaup á United. Í staðinn ákváðu Glazerarnir að hefja nýja umferð,“ skrifaði Zilliacus og bætti við: „Ég tek ekki þátt í þessum farsa sem snýst um að hámarka gróðann fyrir seljendur á kostnað Manchester United.“ Zilliacus sagði frá því í síðasta mánuði að hann hygðist kaupa helmingshlut í United með það í huga að stuðningsmenn myndu kaupa hinn helminginn, og að þeir gætu þá haft aðkomu að ákvörðunum félagsins. Hin bandaríska Glazer-fjölskyldan keypti United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en tilkynnti í nóvember síðastliðnum að hún íhugaði að selja félagið. Fjölskyldan verðmetur United á 5-6 milljarða punda. Í fyrstu stóðu vonir til þess að sölurferlinu myndi ljúka fyrir lok leiktíðarinnar á Englandi en BBC segir að nú sé það talið ólíklegt. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Zilliacus er einn þriggja sem opinberlega hafa lagt fram betrumbætt tilboð í United eftir að efnt var til annarrar umferðar í söluferlinu. Hinir eru sjeikinn Jassim frá Katar og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe sem er eigandi Ineos. Hinn 69 ára gamli Zilliacus hefur áður komið að finnska knattspyrnufélaginu HJK Helsinki og íshokkífélaginu Jokerit. Hann segir Glazer-fjölskylduna sína United vanvirðingu með því hvernig söluferlinu hafi verið háttað. „Þessar frestanir munu gera nýjum eiganda mjög erfitt fyrir við að búa til sigurlið fyrir næstu leiktíð,“ skrifaði Zilliacus á Twitter. „Tilboðsferlið er orðið að farsa, þar sem Glazer-fjölskyldan sýnir félaginu enga virðingu. Við Jim Ratcliffe og sjeikinn Jassim vorum allir tilbúnir að semja um kaup á United. Í staðinn ákváðu Glazerarnir að hefja nýja umferð,“ skrifaði Zilliacus og bætti við: „Ég tek ekki þátt í þessum farsa sem snýst um að hámarka gróðann fyrir seljendur á kostnað Manchester United.“ Zilliacus sagði frá því í síðasta mánuði að hann hygðist kaupa helmingshlut í United með það í huga að stuðningsmenn myndu kaupa hinn helminginn, og að þeir gætu þá haft aðkomu að ákvörðunum félagsins. Hin bandaríska Glazer-fjölskyldan keypti United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en tilkynnti í nóvember síðastliðnum að hún íhugaði að selja félagið. Fjölskyldan verðmetur United á 5-6 milljarða punda. Í fyrstu stóðu vonir til þess að sölurferlinu myndi ljúka fyrir lok leiktíðarinnar á Englandi en BBC segir að nú sé það talið ólíklegt.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira