Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 11:32 Ariana 5 eldflaug verður notuð til að koma JUICE út í geim og af stað til Júpíters. ESA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár. UPPFÆRT: Geimskotinu hefur verið frestað til morguns, vegna hættu á eldingum. Reyna á aftur klukkan 12:14 á morgun. Eftir að JUICE verður skotið á loft líður þriggja mánaða tímabil þar sem ganga á úr skugga um að vísindabúnaður geimfarsins virkar. Það verður svo í ágúst á næsta ári sem geimfarið á að nýta þyngdarafl tunglsins og jarðarinnar til að auka hraða sinn. Geimfarið mun einnig nýta þyngdarafl Venusar og fara svo annan hring um jörðina til að auka hraða sinn og ná til Júpíters. Vonast er til þess að ferðinni ljúki í júlí 2031. Þá á rannsóknarvinnan að standa yfir í minnst fjögur ár. Hér má sjá upplýsingar um langt ferðalag JUICE til Júpíters.ESA JUICE verður skotið á loft frá Frönsku- Gvæjana í Suður-Ameríku og á geimskotið að eiga sér stað klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan en útsendingin hefst 11:45. Næstu daga eftir geimskotið, fari það eins og vonast er, munu vísindamenn ESA vinna að því að koma sólarsellum og loftnetum JUICE í gagnið. JUICE er meðal annars búið nákvæmum myndavélum og skynjurum og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um búnað geimfarsins hér á vef ESA. Mikil áhersla lögð á Ganýmedes Þegar JUICE nær til Júpíters vonast vísindamenn til þess að geta fundið vísbendingar um það hvort mögulegt sé að líf megi finna á tunglum Júpíters, þar sem talið er að finna megi vatn í miklu magni undir ísilögðu yfirborðinu. Talið er að á Ganýmedes, Kallistó og Evrópu megin finna allt að sex sinnum meira vatn en á jörðinni. Geimfarið verður notað til að greina þessi tungl og gægja undir yfirborðið svo auka megi skilning vísindamanna á því hvernig tunglin mynduðust á sporbraut um gasrisan Júpíter og hvort þar megi finna jarðvirkni. Mikil áhersla verður lögð á Ganýmedes en tunglið er það eina í sólkerfinu sem talið er vera með eigin segulsvið. Annars eru einungis jörðin og Merkúr með segulsvið sem meðal annars verndar reikistjörnurnar gegn skaðlegri geislun frá sólinni. Frekari upplýsingar um helstu markmið JUICE má finna hér á vef ESA. Áhugasamir munu geta fylgst með ferðalagi JUICE á samfélagsmiðlum eins og hér að neðan. 0 Good morning on #ESAJuice launch day!How to follow https://t.co/WoeO7VSwWQKey moments (time=cest): 13:45 Live launch programme starts at esawebtv 14:15 Launch 14:51 Aquistion signal (earliest) 15:55 Solar array deployment ( time may vary)Questions? #AskESA! pic.twitter.com/oaV77pV5iz— ESA's Juice mission (@ESA_JUICE) April 13, 2023 Geimurinn Franska Gvæjana Vísindi Júpíter Venus Tunglið Tengdar fréttir Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
UPPFÆRT: Geimskotinu hefur verið frestað til morguns, vegna hættu á eldingum. Reyna á aftur klukkan 12:14 á morgun. Eftir að JUICE verður skotið á loft líður þriggja mánaða tímabil þar sem ganga á úr skugga um að vísindabúnaður geimfarsins virkar. Það verður svo í ágúst á næsta ári sem geimfarið á að nýta þyngdarafl tunglsins og jarðarinnar til að auka hraða sinn. Geimfarið mun einnig nýta þyngdarafl Venusar og fara svo annan hring um jörðina til að auka hraða sinn og ná til Júpíters. Vonast er til þess að ferðinni ljúki í júlí 2031. Þá á rannsóknarvinnan að standa yfir í minnst fjögur ár. Hér má sjá upplýsingar um langt ferðalag JUICE til Júpíters.ESA JUICE verður skotið á loft frá Frönsku- Gvæjana í Suður-Ameríku og á geimskotið að eiga sér stað klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan en útsendingin hefst 11:45. Næstu daga eftir geimskotið, fari það eins og vonast er, munu vísindamenn ESA vinna að því að koma sólarsellum og loftnetum JUICE í gagnið. JUICE er meðal annars búið nákvæmum myndavélum og skynjurum og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um búnað geimfarsins hér á vef ESA. Mikil áhersla lögð á Ganýmedes Þegar JUICE nær til Júpíters vonast vísindamenn til þess að geta fundið vísbendingar um það hvort mögulegt sé að líf megi finna á tunglum Júpíters, þar sem talið er að finna megi vatn í miklu magni undir ísilögðu yfirborðinu. Talið er að á Ganýmedes, Kallistó og Evrópu megin finna allt að sex sinnum meira vatn en á jörðinni. Geimfarið verður notað til að greina þessi tungl og gægja undir yfirborðið svo auka megi skilning vísindamanna á því hvernig tunglin mynduðust á sporbraut um gasrisan Júpíter og hvort þar megi finna jarðvirkni. Mikil áhersla verður lögð á Ganýmedes en tunglið er það eina í sólkerfinu sem talið er vera með eigin segulsvið. Annars eru einungis jörðin og Merkúr með segulsvið sem meðal annars verndar reikistjörnurnar gegn skaðlegri geislun frá sólinni. Frekari upplýsingar um helstu markmið JUICE má finna hér á vef ESA. Áhugasamir munu geta fylgst með ferðalagi JUICE á samfélagsmiðlum eins og hér að neðan. 0 Good morning on #ESAJuice launch day!How to follow https://t.co/WoeO7VSwWQKey moments (time=cest): 13:45 Live launch programme starts at esawebtv 14:15 Launch 14:51 Aquistion signal (earliest) 15:55 Solar array deployment ( time may vary)Questions? #AskESA! pic.twitter.com/oaV77pV5iz— ESA's Juice mission (@ESA_JUICE) April 13, 2023
Geimurinn Franska Gvæjana Vísindi Júpíter Venus Tunglið Tengdar fréttir Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00