Skoðun

Til þeirra er málið varðar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Það eiga allir rétt á að tjá sig. Það að eiga líka allir rétt á friðhelgi einkalífs. Það má því ekki fortakslaust segja hvað sem er, hvenær sem er, um hvern sem er. Og beita við það hvaða aðferðum sem er. Mannréttindi gilda um alla. Ekki suma. Mannréttindi gilda alltaf. Ekki stundum. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð. Þó þau eigi að vera það. Það eru ekki allir sem njóta þeirra. Þó þeir eigi að gera það. Því er rétt að brúka þessi réttindi vel. Vinsamlegast hafið það í huga.

Höfundur er hæstaréttarlögmaður.




Skoðun

Sjá meira


×