Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 20. september 2024 07:15 Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar