Þessi stórskrítnu norm í óbarnvænu samfélagi Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 19. september 2024 16:33 Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi!
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar