Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 21:55 Hjónin Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir, forstjóri Film Húsavík. Sirrý Arnardóttir Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega. Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega.
Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira