Hleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 12:18 Breki Logason samskiptastjóri ON segir stöðina vera barn síns tíma. ON Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri verður uppfærð á árinu til að bæta aðgengi fatlaðs fólks. Í dag kemst fólk í hjólastólum ekki að þeim. „Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag,“ segir Breki Logason, samskiptastjóri ON. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur verið bent á slæmt aðgengi að stöðinni. Sem er með steyptum stöplum og háum kanti. Áður hugað að árekstrarvörnum Samkvæmt Breka er stöðin ein af þeim allra fyrstu sem ON setti upp og ein af elstu hraðhleðslustöðvunum á Íslandi, frá árinu 2016. Á þessum tíma hafi frekar verið lögð áhersla á árekstrarvarnir en aðgengismál. Segir hann stöðina svo sannarlega vera barn síns tíma þó að hún hafi þjónað Akureyringum vel í gegnum árin. Á þeim tíma hafi rafbílar verið færri en 1 þúsund talsins en séu nú fleiri en 40 þúsund. Nýuppfærð hleðslustöð við Hof.ON „Allar stöðvar sem við setjum upp í dag eru hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga,“ segir Breki og bendir á að uppfærð hleðslustöð ON við Hof á Akureyri sé ein sú fullkomnasta á landinu. Þar séu engar árekstrarvarnir og skjárinn staðsettur fyrir fólk í sitjandi stöðu. „Stöðin við Glerártorg verður uppfærð á þessu ári en við höfum kosið að hafa hana opna frekar en að loka henni, þrátt fyrir að hún uppfylli ekki eðlilegar kröfur um aðgengi,“ segir Breki. Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Tengdar fréttir Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag,“ segir Breki Logason, samskiptastjóri ON. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur verið bent á slæmt aðgengi að stöðinni. Sem er með steyptum stöplum og háum kanti. Áður hugað að árekstrarvörnum Samkvæmt Breka er stöðin ein af þeim allra fyrstu sem ON setti upp og ein af elstu hraðhleðslustöðvunum á Íslandi, frá árinu 2016. Á þessum tíma hafi frekar verið lögð áhersla á árekstrarvarnir en aðgengismál. Segir hann stöðina svo sannarlega vera barn síns tíma þó að hún hafi þjónað Akureyringum vel í gegnum árin. Á þeim tíma hafi rafbílar verið færri en 1 þúsund talsins en séu nú fleiri en 40 þúsund. Nýuppfærð hleðslustöð við Hof.ON „Allar stöðvar sem við setjum upp í dag eru hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga,“ segir Breki og bendir á að uppfærð hleðslustöð ON við Hof á Akureyri sé ein sú fullkomnasta á landinu. Þar séu engar árekstrarvarnir og skjárinn staðsettur fyrir fólk í sitjandi stöðu. „Stöðin við Glerártorg verður uppfærð á þessu ári en við höfum kosið að hafa hana opna frekar en að loka henni, þrátt fyrir að hún uppfylli ekki eðlilegar kröfur um aðgengi,“ segir Breki.
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Tengdar fréttir Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28