Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2023 16:45 Jack Teixeira var handtekinn í gær. AP/WCVB Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Hann stendur frammi fyrir því að vera dæmdur í áralangt fangelsi en hve langt er óljóst að svo stöddu en BBC segir hann geta verið dæmdan til fimmtán ára fangelsisvistar. Mögulegt er að ákærum verði bætt við seinna meir. Teixeira var fluttur fyrir dómara í Boston í dag og saksóknarar segja að hann muni sitja inni þar til á miðvikudaginn, þegar hann mætir aftur í dómsal. Hann var handtekinn í gær eftir nokkurra daga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Fréttakona CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Teixeira hafi starfað fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðsins sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og setur það saman í kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira vann þó ekki við gagnagreiningu, samkvæmt CNN, heldur vann hann við viðhald á kerfinu sem notað er til að safna gögnunum saman og halda því við. Þess vegna hafi hann verið með leyfi til að meðhöndla leynileg gögn. It s not like your regular IT guy where you call a help desk and they come fix your computer, the official added. They re working on a very highly classified system, so they require that clearance." via @halbritz— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 14, 2023 Hinn 21. árs gamli Teixeira deildi myndum af leynilegum skjölum með ungum vinum sínum á fámennu spjallborði á samskiptaforritinu Discord. Vinir hans segja hann hafa viljað sýna þeim hvernig stríð væri í raunveruleikanum. Á þessu spjallborði deildu hinir ungu menn mest sín á milli ummælum um byssur og tölvuleiki auk rasísks gríns. Teixeira byrjaði að deila leynilegum upplýsingum með hópnum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í byrjun apríl sem myndir sem hann hafði tekið af leynilegum skjölum rötuðu á almenna samfélagsmiðla og í fjölmiðla, með viðkomu á spjallborðum um áhrifavald frá Filippseyjum og Minecraft. Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, sem er rasískur brandari, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Rannsakendur FBI gefa til kynna í dómskjölum að Teixeira hafi hætt að skrifa færslur um leynilegar upplýsingar sem hann fór yfir í vinnunni og þess í stað prentað út skjöl, tekið þau heim og birt myndir af þeim, af ótta við að hann yrði gómaður í vinnunni. Vinir hans í hópnum höfðu áður sagt fjölmiðlum að hann hefði orðið reiður yfir því að færslur hans hefðu fengið litla athygli og að það tæki hann styttri tíma að birta myndir af skjölum. Þá segir einnig í dómskjölum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Teixeira hafi leitað að orðinu „leki“ í áðurnefndu kerfi, þann 6. apríl, sama dag og frétt um skjölin birtist í New York Times. Talið er að hann hafi verið að leita að upplýsingum um rannsóknina að þeim sem leituðu hans. Blaðamenn Washington Post ræddu við einn meðlim hópsins en hluta af samtali þeirra má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Hann stendur frammi fyrir því að vera dæmdur í áralangt fangelsi en hve langt er óljóst að svo stöddu en BBC segir hann geta verið dæmdan til fimmtán ára fangelsisvistar. Mögulegt er að ákærum verði bætt við seinna meir. Teixeira var fluttur fyrir dómara í Boston í dag og saksóknarar segja að hann muni sitja inni þar til á miðvikudaginn, þegar hann mætir aftur í dómsal. Hann var handtekinn í gær eftir nokkurra daga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Fréttakona CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Teixeira hafi starfað fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðsins sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og setur það saman í kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira vann þó ekki við gagnagreiningu, samkvæmt CNN, heldur vann hann við viðhald á kerfinu sem notað er til að safna gögnunum saman og halda því við. Þess vegna hafi hann verið með leyfi til að meðhöndla leynileg gögn. It s not like your regular IT guy where you call a help desk and they come fix your computer, the official added. They re working on a very highly classified system, so they require that clearance." via @halbritz— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 14, 2023 Hinn 21. árs gamli Teixeira deildi myndum af leynilegum skjölum með ungum vinum sínum á fámennu spjallborði á samskiptaforritinu Discord. Vinir hans segja hann hafa viljað sýna þeim hvernig stríð væri í raunveruleikanum. Á þessu spjallborði deildu hinir ungu menn mest sín á milli ummælum um byssur og tölvuleiki auk rasísks gríns. Teixeira byrjaði að deila leynilegum upplýsingum með hópnum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í byrjun apríl sem myndir sem hann hafði tekið af leynilegum skjölum rötuðu á almenna samfélagsmiðla og í fjölmiðla, með viðkomu á spjallborðum um áhrifavald frá Filippseyjum og Minecraft. Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, sem er rasískur brandari, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Rannsakendur FBI gefa til kynna í dómskjölum að Teixeira hafi hætt að skrifa færslur um leynilegar upplýsingar sem hann fór yfir í vinnunni og þess í stað prentað út skjöl, tekið þau heim og birt myndir af þeim, af ótta við að hann yrði gómaður í vinnunni. Vinir hans í hópnum höfðu áður sagt fjölmiðlum að hann hefði orðið reiður yfir því að færslur hans hefðu fengið litla athygli og að það tæki hann styttri tíma að birta myndir af skjölum. Þá segir einnig í dómskjölum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Teixeira hafi leitað að orðinu „leki“ í áðurnefndu kerfi, þann 6. apríl, sama dag og frétt um skjölin birtist í New York Times. Talið er að hann hafi verið að leita að upplýsingum um rannsóknina að þeim sem leituðu hans. Blaðamenn Washington Post ræddu við einn meðlim hópsins en hluta af samtali þeirra má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50