Falski hertoginn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2023 17:00 Konungshöllin í Madrid er stærsta höll Vestur-Evrópu, 135.000 fermetrar með 3.418 herbergjum. Um tvær milljónir manna skoða höllina á ári hverju. Alejandro Estrada hafði lofað velgjörðamönnum sínum í Kolumbíu að konungshjónin ætluðu að taka á móti þeim í höllinni. Wikimedia Commons Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau. Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira