Falski hertoginn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2023 17:00 Konungshöllin í Madrid er stærsta höll Vestur-Evrópu, 135.000 fermetrar með 3.418 herbergjum. Um tvær milljónir manna skoða höllina á ári hverju. Alejandro Estrada hafði lofað velgjörðamönnum sínum í Kolumbíu að konungshjónin ætluðu að taka á móti þeim í höllinni. Wikimedia Commons Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau. Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira