Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2023 13:06 Fólkið býr, um 60 manns í heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem vel fer um það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála. Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira