Harma viðhorf í grein grunnskólakennara Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 11:37 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, skrifar yfirlýsingu þar sem sambandið harmar grein grunnskólakennara um málefni trans fólks. Vísir/Vilhelm Kennarasamband Íslands (KÍ) hefur birt yfirlýsingu vegna viðhorfa sem koma fram í skoðanagrein grunnskólakennara. Í greininni var því velt upp hvort Samtökin '78 gerist brotleg við barnaverndarlög. Formaður KÍ segir sambandið fullvisst um að íslenskir kennarar fari eftir jafnréttisáætlun sambandsins. „Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“
Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira