Mendes og Cabello gáfu það út í yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram.
„Við hófum sambandið okkar sem bestu vinir og við munum halda áfram að vera bestu vinir. Við erum þakklát fyrir stuðninginn ykkar frá upphafi og í framtíðinni.“
Sambandsslitin komu aðdáendum þeirra nokkuð á óvart þar sem sést hafði til þeirra í kossaflensi í bandarísku borginni Miami fyrr í sama mánuði.
Nú kemur kossaflensið á Coachella aðdáendum þeirra aftur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að Mendes hefur verið sagður vera að rugla saman reitum með Jocelyne Miranda, kírópraktornum sínum að undanförnu. Mendes og Miranda, sem er 51 árs gömul, sáust til að mynda grípa sér morgunmat saman í liðinni viku.
Shawn Mendes and Camila Cabello spotted kissing at Coachella. pic.twitter.com/QK5r9I1VsK
— Pop Base (@PopBase) April 15, 2023