Landgræðslunni hugnast ekki heitið Land og skógur fyrir sameinaða stofnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2023 06:49 Menn hafa haft ákveðnar efasemdir um ágæti sameiningarinnar, enda stangast verkefnin stundum á. Landgræðslan Landgræðslunni hugnast ekki að ný stofnun sem verður til með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar verði kölluð „Land og skógur“, líkt og lagt er til í samnefndu frumvarpi um hina nýju stofnun. Í umsögn Landgræðslunnar um frumvarpið, sem er undirrituð af Árna Bragasyni landgræðslustjóra, er vitnað í athugasemdir með frumvarpinu þar sem segir meðal annars: „Ákveðið var snemma í ferlinu að velja nýtt og þjált heiti á stofnunina. Land og skógur þykir lýsandi fyrir starfsemi stofnunarinnar og hefur skírskotun til verkefna og heita eldri stofnana.“ Landgræðslunni vill hins vegar finna „heppilegra“ nafn. „Þannig sýnist nafnið Land og skógur hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana, a.m.k. ekki Landgræðsluna. Landgræðslan leyfir sér að nefna hugmyndir sem upp hafa komið fram í sameiningarferlinu, s.s. Land og líf, Stofnun landgæða og Fold,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Land og líf“ er heitið á landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031. Þá leggur Landgræðslan til að bætt verði við texta þar sem fjallað er um útgáfu landsáætlunar um landgræðslu og skógrækt til tíu ára. Viðbótin hljóðar þannig: „Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.“ Í umsögninni er að finna tilvísun í þær efasemdir sem menn hafa haft uppi um ágæti þess að sameina stofnaninar tvær. Þar segir: „Ef sameiningin á að heppnast sem skyldi verður leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Enda þótt stofnanirnar eigi margt sameiginlegt þá eru líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á. Það að tryggja það að unnið verði með skýrum og markvissum hætti eftir stefnunni Land og líf, er því lykilatriði í hinu vænta sameiningarferli.“ Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Í umsögn Landgræðslunnar um frumvarpið, sem er undirrituð af Árna Bragasyni landgræðslustjóra, er vitnað í athugasemdir með frumvarpinu þar sem segir meðal annars: „Ákveðið var snemma í ferlinu að velja nýtt og þjált heiti á stofnunina. Land og skógur þykir lýsandi fyrir starfsemi stofnunarinnar og hefur skírskotun til verkefna og heita eldri stofnana.“ Landgræðslunni vill hins vegar finna „heppilegra“ nafn. „Þannig sýnist nafnið Land og skógur hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana, a.m.k. ekki Landgræðsluna. Landgræðslan leyfir sér að nefna hugmyndir sem upp hafa komið fram í sameiningarferlinu, s.s. Land og líf, Stofnun landgæða og Fold,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Land og líf“ er heitið á landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031. Þá leggur Landgræðslan til að bætt verði við texta þar sem fjallað er um útgáfu landsáætlunar um landgræðslu og skógrækt til tíu ára. Viðbótin hljóðar þannig: „Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.“ Í umsögninni er að finna tilvísun í þær efasemdir sem menn hafa haft uppi um ágæti þess að sameina stofnaninar tvær. Þar segir: „Ef sameiningin á að heppnast sem skyldi verður leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Enda þótt stofnanirnar eigi margt sameiginlegt þá eru líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á. Það að tryggja það að unnið verði með skýrum og markvissum hætti eftir stefnunni Land og líf, er því lykilatriði í hinu vænta sameiningarferli.“
Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira