Frelsið og sparnaðurinn í því að þurfa ekki bíl Ólafur Margeirsson skrifar 17. apríl 2023 08:31 Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Strætó Samgöngur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun