Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:43 Åge Hareide var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson af norskum fjölmiðlum. Getty Images/EPA Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. Blekið var vart þornað á samningi Åge við Knattspyrnusamband Íslands þegar greint var frá því að mál Gylfa Þórs var látið falla niður. Gylfi Þór var ásakaður um fleiri en eitt brot gegn ólögráða einstakling. Norðmaðurinn Åge hefur nú rætt málið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Þar segist hinn 69 ára gamli þjálfari að hann sé á leið til Íslands í dag, mánudag, að hitta starfslið sitt hjá íslenska landsliðinu. Einnig var hann spurður út í mál Gylfa Þórs. „Hann hefur ekki spilað í langan tíma. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann endaði í agalegri stöðu. Ég vona að hann reimi á sig skóna upp á nýtt. Öll félög geta nýtt leikmann með hans hæfileika,“ sagði Åge er hann var spurður út í Gylfa Þór. „Ég veit mjög lítið um þetta mál. Ég verð að skoða það betur áður en ég segi meira,“ svaraði Åge aðspurður hvort hann myndi hafa samband við Gylfa Þór persónulega. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið út að það standi ekkert í vegi fyrir því að velja Gylfa Þór í landsliðið á nýjan leik þar sem málið hafi verið fellt niður. Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur á ferli sínum spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Fótbolti KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
Blekið var vart þornað á samningi Åge við Knattspyrnusamband Íslands þegar greint var frá því að mál Gylfa Þórs var látið falla niður. Gylfi Þór var ásakaður um fleiri en eitt brot gegn ólögráða einstakling. Norðmaðurinn Åge hefur nú rætt málið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Þar segist hinn 69 ára gamli þjálfari að hann sé á leið til Íslands í dag, mánudag, að hitta starfslið sitt hjá íslenska landsliðinu. Einnig var hann spurður út í mál Gylfa Þórs. „Hann hefur ekki spilað í langan tíma. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann endaði í agalegri stöðu. Ég vona að hann reimi á sig skóna upp á nýtt. Öll félög geta nýtt leikmann með hans hæfileika,“ sagði Åge er hann var spurður út í Gylfa Þór. „Ég veit mjög lítið um þetta mál. Ég verð að skoða það betur áður en ég segi meira,“ svaraði Åge aðspurður hvort hann myndi hafa samband við Gylfa Þór persónulega. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið út að það standi ekkert í vegi fyrir því að velja Gylfa Þór í landsliðið á nýjan leik þar sem málið hafi verið fellt niður. Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur á ferli sínum spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk.
Fótbolti KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01