Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 12:11 Enginn hefur leitt þingflokk repúblikana í öldungadeildinni jafnlengi og Mitch McConnell. Hann tekur aftur sæti á þingi í dag eftir nokkurra vikna veikindaleyfi. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi. Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37