Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 12:11 Enginn hefur leitt þingflokk repúblikana í öldungadeildinni jafnlengi og Mitch McConnell. Hann tekur aftur sæti á þingi í dag eftir nokkurra vikna veikindaleyfi. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi. Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37