Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Hinrik Wöhler skrifar 19. apríl 2023 21:15 Úr fyrri leik liðanna. Vísir/Diego Afturelding gerði sér lítið fyrir og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit með sigri á Fram í Mosfellsbæ í kvöld. Líkt og flestar viðureignir þessara liða var leikurinn afar jafn undir lokinn og sigruðu Mosfellingar með einu marki, 24-23. Afturelding hafði sigrað fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta síðasta sunnudag en til að komast áfram í undanúrslit þurfa liðin að vinna tvo leiki í einvíginu. Vonin lifir fyrir Mosfellinga að vinna bikar- og Íslandsmeistaratitil á sama tímabili, líkt og þeir gerðu á gullaldarárum liðsins í lok síðustu aldar. Frábær stemning var í Íþróttamiðstöðinni að Varmá en stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og liðin spiluðu langar sóknir. Mosfellingar komu virkilega einbeittir til leiks í vörninni og voru afar fastir fyrir. Gestirnir áttu í mestu erfiðleikum að finna glufur í vörn Aftureldingar og fyrsta mark Framara kom ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Brynjar Vignir Sigurjónsson var vel á verði í marki Aftureldingar þegar Framarar komust í gegnum vörn Mosfellinga og tók hann nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik. Staðan 7-2 eftir átján mínútna leik, heimamönnum í vil og gekk ekkert upp í sóknarleik Fram. Þá lifnaði við gestunum og Luka Vukicevic fann glufur hægra megin og ásamt að finna Marko Coric á línunni. Skoruðu Framarar sjö mörk á síðustu tólf mínútur fyrri hálfleiks. Hálfleikstölur, 13-9. Allt annar andi var yfir Frömurum í upphafi seinni hálfleiks og greinilegt að hálfleiksræða Einar Jónssonar virkaði vel. Sá meðbyr var þó afar skammur en eftir að Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin í byrjun síðari hálfleiks tóku Mosfellingar við sér og gengu á lagið. Staðan orðin 18-11 eftir tæpar 40 mínútur og Einar Jónsson, þjálfari Fram, neyðist til að taka leikhlé. Framarar breyta um vörn og mæta Mosfellingum framar. Það skapaði glundroða í sóknarleik Aftureldingar og gáfu þeir Frömurum boltann margsinnis, með klaufalegum sóknarbrotum eða misheppnuðum sendingum. Framarar refsuðu með nokkrum hraðaupphlaupum og góðum sóknum um miðbik síðari hálfleiks. Þegar sjö mínútur var eftir af leiknum var staðan orðin 22-20, heimamenn héngu á tæpu forskoti og takturinn í leiknum að snúast Fram í vil. Framarar fengu möguleika að jafna leikinn þegar 30 sekúndur voru eftir en náðu ekki að klára sóknina með marki og stuðningsmenn Aftureldingar fögnuðu sæti í undanúrslitum vel og innilega. Afhverju vann Afturelding? Varnarleikur Aftureldingar var með eindæmum góður framan af fyrri hálfleik og kom Mosfellingum í góða stöðu. Gunnar Þórsson, Böðvar Páll, Þorsteinn Leó og Birkir Benediktsson léku virkilega vel í hjarta varnarinnar hjá Aftureldingu og leyfðu þeir Frömurum aðeins að skora tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins. Afturelding leiddi allan leikinn eftir það, þó að það stóð tæpt undir lokinn. Hverjir voru bestir? Sem fyrr var það nýjasti landsliðsmaður Mosfellinga, Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem var markahæstur hjá Aftureldingu með átta mörk og kom Mosfellingum til bjargar með góðum skotum fyrir utan. Varnarmenn Aftureldingar sem minnst var á fyrir ofan eru líka teknir til greina. Einar Ingi Hrafnsson var einnig seigur inn á línunni með fjögur mörk úr fjórum skotum. Framarar leituðu mikið til Marko Coric á línunni og skoraði hann fjögur mörk ásamt að fiska eitt víti. Hvað gekk illa? Þetta var kaflaskiptur leikur og gekk sóknarleikur liðanna beggja illa á vissum tímapunkti í leiknum. Framarar léku afar illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins sóknarlega og áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi eða þá nýta þau þegar þeir fengu færin. Mosfellingar tóku síðan við keflinu síðasta korter leiksins en sóknarleikurinn var afar tilviljunarkenndur og stirður þegar Framarar breyttu um vörn. Hvað gerist næst? Sigur Aftureldingar þýðir að þeir eru komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta Haukum sem unnu andlausa og meiðslahrjáða Valsmenn. Leikirnir verða þó ekki spilaðir á næstu dögum þar sem nú tekur við landsleikjahlé. Tímabilinu er hins vegar lokið fyrir leikmenn Fram og geta þeir farið að skipuleggja sumarfríið. „Ég verð í leikformi og strákarnir úthvíldir“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur átt rólegri daga á skrifstofunni eftir spennuþrungin leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Er þetta ekki meðal púls eftir Afturelding – Fram? Ég man ekki eftir að leikur milli þessa liða hafi verið eitthvað þægilegur, þessi sveik ekki heldur. Auðvitað hefði ég viljað klára þetta aðeins fyrr en við vorum orðnir þreyttir síðustu tíu mínúturnar og við vorum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn. Engu síður sýndum við styrk og munurinn á liðinu núna og fyrir jól að nú er komið sjálfstraust, við klárum þessa leiki í dag. Þetta gerðum við ekki í fyrra með öllum þessum jafnteflum en núna klárum við þetta, það er munurinn. Frábær stuðningur í stúkunni og við finnum að það er móment með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik liðanna í kvöld. Afturelding var með myndarlegt forskot um miðbik seinni hálfleiks en þegar Fram breytti um vörn kom annar taktur í leikinn. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel undir þetta og fyrstu þrjár sóknirnar gekk þetta mjög smurt og ég hugsaði að við værum alveg með þetta. Svo held ég bara að þetta hafi líka verið þreyta og Ihor [Kopyshynskyi] fer með tvö dauðafæri, við vorum orðnir virkilega þreyttir og bensínlausir. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] og Birkir [Benediktsson] voru búnir að spila næstum allan leikinn og sóknin hökti mikið. Sem betur fer kláruðum við þetta.“ Áður en kemur að undanúrslitum er landsleikjahlé og þarf af leiðandi fá liðin smá tíma til að hvíla og mögulega endurheimta leikmenn úr meiðslum fyrir síðustu leiki tímabilsins. „Strákarnir fá góða pásu, ég verð í leikformi og strákarnir úthvíldir og við mætum fullir sjálfstrausts. Við höfum fulla trú á þessu og þó að einhverjir leikmenn detti út þá er fullt af góðum leikmönnum sem koma inn á og við vitum að fólkið kemur með okkur í þessa baráttu,“ sagði Gunnar en frábær stuðningur var í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld. Afturelding mætir Haukum í undanúrslitum en Hafnfirðingarnir slógu út Val í 8-liða úrslitum. „Alltaf gaman að glíma við þá og þetta verður rosalegt einvígi. Tvö góð lið, þó að Haukarnir voru í áttunda sæti vita allir hvað þeir geta. Þetta verður svakalegt einvígi,“ sagði Gunnar sigurreifur í lokinn. „Það er ákveðinn andi í bænum“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaðurinn síungi, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum og var öflugur hjá heimamönnum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Það fór aðeins um Einar Inga undir lok leiks þegar Afturelding átti erfitt með leysa framliggjandi vörn Fram. „Það kom einhver hræðsla og þreyta sem var búin að elta okkur allan seinni hálfleikinn. Við kláruðum þá og mér er þá alveg sama. Við náðum ekki taktinum og tókum fyrstu færin. Svo byggist þetta upp og kemur þreyta og stress. Það var allt undir og þetta gekk ekki alveg nægilega vel,“ sagði Einar Ingi þegar hann var spurður út í lokamínútur leiksins. Afturelding er eitt fjögurra liða sem á möguleika á Íslandsmeistaratitli og geta Mosfellingar bætt við sínum öðrum titli í hús á tímabilinu. „Ég er í þessu til að fara alla leið, við vitum að þetta er þvílík vinna en við verðum að ná að púsla okkur saman á ný, sérstaklega með Blæ úti. Ég sé bara fyrir mér að fara alla leið, annað gull, ekkert öðruvísi.“ Mosfellingar mæta Haukum í undanúrslitum og byrja einvígið á heimavelli. „Frábært að fá heimaleiki með þessa stuðningsmenn. Það er partí fyrir leik og það er ákveðinn andi í bænum sem byrjaði fyrir bikarinn. Fínt að fá Haukana, þeir eru að spila vel eins og við. Þetta verða 50/50 leikir,“ sagði Einar Ingi eftir sigurleikinn í kvöld. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Fram
Afturelding gerði sér lítið fyrir og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit með sigri á Fram í Mosfellsbæ í kvöld. Líkt og flestar viðureignir þessara liða var leikurinn afar jafn undir lokinn og sigruðu Mosfellingar með einu marki, 24-23. Afturelding hafði sigrað fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta síðasta sunnudag en til að komast áfram í undanúrslit þurfa liðin að vinna tvo leiki í einvíginu. Vonin lifir fyrir Mosfellinga að vinna bikar- og Íslandsmeistaratitil á sama tímabili, líkt og þeir gerðu á gullaldarárum liðsins í lok síðustu aldar. Frábær stemning var í Íþróttamiðstöðinni að Varmá en stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og liðin spiluðu langar sóknir. Mosfellingar komu virkilega einbeittir til leiks í vörninni og voru afar fastir fyrir. Gestirnir áttu í mestu erfiðleikum að finna glufur í vörn Aftureldingar og fyrsta mark Framara kom ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Brynjar Vignir Sigurjónsson var vel á verði í marki Aftureldingar þegar Framarar komust í gegnum vörn Mosfellinga og tók hann nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik. Staðan 7-2 eftir átján mínútna leik, heimamönnum í vil og gekk ekkert upp í sóknarleik Fram. Þá lifnaði við gestunum og Luka Vukicevic fann glufur hægra megin og ásamt að finna Marko Coric á línunni. Skoruðu Framarar sjö mörk á síðustu tólf mínútur fyrri hálfleiks. Hálfleikstölur, 13-9. Allt annar andi var yfir Frömurum í upphafi seinni hálfleiks og greinilegt að hálfleiksræða Einar Jónssonar virkaði vel. Sá meðbyr var þó afar skammur en eftir að Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin í byrjun síðari hálfleiks tóku Mosfellingar við sér og gengu á lagið. Staðan orðin 18-11 eftir tæpar 40 mínútur og Einar Jónsson, þjálfari Fram, neyðist til að taka leikhlé. Framarar breyta um vörn og mæta Mosfellingum framar. Það skapaði glundroða í sóknarleik Aftureldingar og gáfu þeir Frömurum boltann margsinnis, með klaufalegum sóknarbrotum eða misheppnuðum sendingum. Framarar refsuðu með nokkrum hraðaupphlaupum og góðum sóknum um miðbik síðari hálfleiks. Þegar sjö mínútur var eftir af leiknum var staðan orðin 22-20, heimamenn héngu á tæpu forskoti og takturinn í leiknum að snúast Fram í vil. Framarar fengu möguleika að jafna leikinn þegar 30 sekúndur voru eftir en náðu ekki að klára sóknina með marki og stuðningsmenn Aftureldingar fögnuðu sæti í undanúrslitum vel og innilega. Afhverju vann Afturelding? Varnarleikur Aftureldingar var með eindæmum góður framan af fyrri hálfleik og kom Mosfellingum í góða stöðu. Gunnar Þórsson, Böðvar Páll, Þorsteinn Leó og Birkir Benediktsson léku virkilega vel í hjarta varnarinnar hjá Aftureldingu og leyfðu þeir Frömurum aðeins að skora tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins. Afturelding leiddi allan leikinn eftir það, þó að það stóð tæpt undir lokinn. Hverjir voru bestir? Sem fyrr var það nýjasti landsliðsmaður Mosfellinga, Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem var markahæstur hjá Aftureldingu með átta mörk og kom Mosfellingum til bjargar með góðum skotum fyrir utan. Varnarmenn Aftureldingar sem minnst var á fyrir ofan eru líka teknir til greina. Einar Ingi Hrafnsson var einnig seigur inn á línunni með fjögur mörk úr fjórum skotum. Framarar leituðu mikið til Marko Coric á línunni og skoraði hann fjögur mörk ásamt að fiska eitt víti. Hvað gekk illa? Þetta var kaflaskiptur leikur og gekk sóknarleikur liðanna beggja illa á vissum tímapunkti í leiknum. Framarar léku afar illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins sóknarlega og áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi eða þá nýta þau þegar þeir fengu færin. Mosfellingar tóku síðan við keflinu síðasta korter leiksins en sóknarleikurinn var afar tilviljunarkenndur og stirður þegar Framarar breyttu um vörn. Hvað gerist næst? Sigur Aftureldingar þýðir að þeir eru komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta Haukum sem unnu andlausa og meiðslahrjáða Valsmenn. Leikirnir verða þó ekki spilaðir á næstu dögum þar sem nú tekur við landsleikjahlé. Tímabilinu er hins vegar lokið fyrir leikmenn Fram og geta þeir farið að skipuleggja sumarfríið. „Ég verð í leikformi og strákarnir úthvíldir“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur átt rólegri daga á skrifstofunni eftir spennuþrungin leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Er þetta ekki meðal púls eftir Afturelding – Fram? Ég man ekki eftir að leikur milli þessa liða hafi verið eitthvað þægilegur, þessi sveik ekki heldur. Auðvitað hefði ég viljað klára þetta aðeins fyrr en við vorum orðnir þreyttir síðustu tíu mínúturnar og við vorum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn. Engu síður sýndum við styrk og munurinn á liðinu núna og fyrir jól að nú er komið sjálfstraust, við klárum þessa leiki í dag. Þetta gerðum við ekki í fyrra með öllum þessum jafnteflum en núna klárum við þetta, það er munurinn. Frábær stuðningur í stúkunni og við finnum að það er móment með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik liðanna í kvöld. Afturelding var með myndarlegt forskot um miðbik seinni hálfleiks en þegar Fram breytti um vörn kom annar taktur í leikinn. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel undir þetta og fyrstu þrjár sóknirnar gekk þetta mjög smurt og ég hugsaði að við værum alveg með þetta. Svo held ég bara að þetta hafi líka verið þreyta og Ihor [Kopyshynskyi] fer með tvö dauðafæri, við vorum orðnir virkilega þreyttir og bensínlausir. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] og Birkir [Benediktsson] voru búnir að spila næstum allan leikinn og sóknin hökti mikið. Sem betur fer kláruðum við þetta.“ Áður en kemur að undanúrslitum er landsleikjahlé og þarf af leiðandi fá liðin smá tíma til að hvíla og mögulega endurheimta leikmenn úr meiðslum fyrir síðustu leiki tímabilsins. „Strákarnir fá góða pásu, ég verð í leikformi og strákarnir úthvíldir og við mætum fullir sjálfstrausts. Við höfum fulla trú á þessu og þó að einhverjir leikmenn detti út þá er fullt af góðum leikmönnum sem koma inn á og við vitum að fólkið kemur með okkur í þessa baráttu,“ sagði Gunnar en frábær stuðningur var í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld. Afturelding mætir Haukum í undanúrslitum en Hafnfirðingarnir slógu út Val í 8-liða úrslitum. „Alltaf gaman að glíma við þá og þetta verður rosalegt einvígi. Tvö góð lið, þó að Haukarnir voru í áttunda sæti vita allir hvað þeir geta. Þetta verður svakalegt einvígi,“ sagði Gunnar sigurreifur í lokinn. „Það er ákveðinn andi í bænum“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaðurinn síungi, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum og var öflugur hjá heimamönnum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Það fór aðeins um Einar Inga undir lok leiks þegar Afturelding átti erfitt með leysa framliggjandi vörn Fram. „Það kom einhver hræðsla og þreyta sem var búin að elta okkur allan seinni hálfleikinn. Við kláruðum þá og mér er þá alveg sama. Við náðum ekki taktinum og tókum fyrstu færin. Svo byggist þetta upp og kemur þreyta og stress. Það var allt undir og þetta gekk ekki alveg nægilega vel,“ sagði Einar Ingi þegar hann var spurður út í lokamínútur leiksins. Afturelding er eitt fjögurra liða sem á möguleika á Íslandsmeistaratitli og geta Mosfellingar bætt við sínum öðrum titli í hús á tímabilinu. „Ég er í þessu til að fara alla leið, við vitum að þetta er þvílík vinna en við verðum að ná að púsla okkur saman á ný, sérstaklega með Blæ úti. Ég sé bara fyrir mér að fara alla leið, annað gull, ekkert öðruvísi.“ Mosfellingar mæta Haukum í undanúrslitum og byrja einvígið á heimavelli. „Frábært að fá heimaleiki með þessa stuðningsmenn. Það er partí fyrir leik og það er ákveðinn andi í bænum sem byrjaði fyrir bikarinn. Fínt að fá Haukana, þeir eru að spila vel eins og við. Þetta verða 50/50 leikir,“ sagði Einar Ingi eftir sigurleikinn í kvöld.