Enska knattspyrnusambandið áfrýjaði dómnum yfir Yems en til stóð að hann mætti ekki að koma að fótbolta með einum eða öðrum hætti í 15 mánuði. Gekk það eftir og var bannið lengt í þrjú ár. Gildir það nú til 5. janúar 2026. Um er að ræða lengsta bann vegna kynþáttaníðs í sögu enska knattspyrnusambandsins.
Hinn 63 ára gamli Yems stýrði Crawley Town frá 2019 til 2022. Ku hann hafa sýnt af sér kynþáttafordóma allan þann tíma. Meðal annars þurftu svartir leikmenn að nota annan klefa en aðrir leikmenn. Kallaði hann leikmenn sem áttu ættir að rekja til Mið-Austurlanda til að mynda hryðjuverkamenn eða „karrý-ætur.“
Yems var upprunalega sendur í leyfi í apríl á síðasta ári eftir að hann var ásakaður um kynþáttaníð frá árinu 2019. Var hann rekinn nokkrum vikum síðar.
The FA have successfully appealed the length of the suspension handed to former Crawley boss John Yems for racist and abusive language. He s now banned from all football activity until January 2026 https://t.co/8obi4Sk4hE
— Philip Buckingham (@PJBuckingham) April 19, 2023
Crawley Town er í 22. sæti ensku D-deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.