Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 11:09 Starship gæti farið út í geim í dag. Getty/Jonathan Newton Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. Uppfært kl 13:43: Það tókst að koma flauginni á loft en ekki tókst að aðskilja farið frá eldflauginni sjálfri. Ekki er víst hvort SpaceX hafi sprengt hana viljandi eftir að það mistókst eða ekki. Það virðist sem svo að þeir hafi gert það viljandi til að koma í veg fyrir að flaugin myndi falla til jarðar og springa þar. Geimskipið átti að losna frá eldflauginni og þjóta áfram út í geim. Eldflaugin átti að snúa við og lenda í sjónum. Aðskilnaðurinn átti sér ekki stað en eldflaugin virtist þrátt fyrir það vera að reyna að snúa við, áður en bæði eldflaugin og geimskipið sprungu í loft upp. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Flaugin er hluti af þróun SpaceX á fullkomlega endurnýtanlegri eldflaug. Með því er hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot og því framkvæma þau mun oftar en ella. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Upphaflega átti að skjóta henni út í geim á mánudaginn í þessari viku en vegna vandræða með fyrsta stig kerfisins var hætt við geimskotið. Skotið í dag verður ákveðið tilraunaskot og hefur Elon Musk, eigandi SpaceX, sagt í viðtölum að meiri líkur séu á því að geimskotið misheppnist en ekki. Markmið starfsmanna SpaceX er því að læra eins mikið og mögulegt er af tilraunaskotinu, hvort sem það heppnast eða ekki. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá á 44:53 þegar flaugin fer af stað. Hún springur svo á 49:03. Eldflaugin á að snúa aftur til jarðar og stendur til að reyna að lenda henni, ef svo má segja, um þrjátíu kílómetra frá ströndum Texas-ríkis. Starship geimfarið mun hins vegar fara hring um jörðina í allt að 235 kílómetra hæð og á að falla í hafið norður af Havaí um níutíu mínútum eftir geimskotið. Tweets by SpaceX SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Uppfært kl 13:43: Það tókst að koma flauginni á loft en ekki tókst að aðskilja farið frá eldflauginni sjálfri. Ekki er víst hvort SpaceX hafi sprengt hana viljandi eftir að það mistókst eða ekki. Það virðist sem svo að þeir hafi gert það viljandi til að koma í veg fyrir að flaugin myndi falla til jarðar og springa þar. Geimskipið átti að losna frá eldflauginni og þjóta áfram út í geim. Eldflaugin átti að snúa við og lenda í sjónum. Aðskilnaðurinn átti sér ekki stað en eldflaugin virtist þrátt fyrir það vera að reyna að snúa við, áður en bæði eldflaugin og geimskipið sprungu í loft upp. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Flaugin er hluti af þróun SpaceX á fullkomlega endurnýtanlegri eldflaug. Með því er hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot og því framkvæma þau mun oftar en ella. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Upphaflega átti að skjóta henni út í geim á mánudaginn í þessari viku en vegna vandræða með fyrsta stig kerfisins var hætt við geimskotið. Skotið í dag verður ákveðið tilraunaskot og hefur Elon Musk, eigandi SpaceX, sagt í viðtölum að meiri líkur séu á því að geimskotið misheppnist en ekki. Markmið starfsmanna SpaceX er því að læra eins mikið og mögulegt er af tilraunaskotinu, hvort sem það heppnast eða ekki. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá á 44:53 þegar flaugin fer af stað. Hún springur svo á 49:03. Eldflaugin á að snúa aftur til jarðar og stendur til að reyna að lenda henni, ef svo má segja, um þrjátíu kílómetra frá ströndum Texas-ríkis. Starship geimfarið mun hins vegar fara hring um jörðina í allt að 235 kílómetra hæð og á að falla í hafið norður af Havaí um níutíu mínútum eftir geimskotið. Tweets by SpaceX
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira