Sveindís skoraði og lagði upp en allt jafnt fyrir seinni leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 15:23 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg í dag. Vísir/Getty Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tóku á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Sveindís skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg, en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og því er allt jafnt fyrir seinni leikinn. Þessi sömu lið mættust í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra og þá hafði Wolfsburg betur. Þýska liðið sló út PSG í 8-liða úrslitunum í ár en Arsenal hafði betur gegn Íslendingaliði Bayern München. Ewa Pajor kom heimakonum í Wolfsburg yfir strax á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Sveindísi Jane áður en Sveindís var sjálf á ferðinni fiumm mínútum síðar og tvöfaldaði forystu liðsins. Rafaelle Souza minnkaði þó muninn fyrir Arsenal á seinustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Stina Blackstenius sem jafnaði metin fyrir Arsenal þegar um tuttugu mínútur voru enn til leiksloka, en það reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Staðan er því jöfn í einvíginu fyrir seinni leikinn sem fer fram mánudaginn 1. maí í Lundúnum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN og má horfa á hann aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tóku á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Sveindís skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg, en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og því er allt jafnt fyrir seinni leikinn. Þessi sömu lið mættust í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra og þá hafði Wolfsburg betur. Þýska liðið sló út PSG í 8-liða úrslitunum í ár en Arsenal hafði betur gegn Íslendingaliði Bayern München. Ewa Pajor kom heimakonum í Wolfsburg yfir strax á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Sveindísi Jane áður en Sveindís var sjálf á ferðinni fiumm mínútum síðar og tvöfaldaði forystu liðsins. Rafaelle Souza minnkaði þó muninn fyrir Arsenal á seinustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Stina Blackstenius sem jafnaði metin fyrir Arsenal þegar um tuttugu mínútur voru enn til leiksloka, en það reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Staðan er því jöfn í einvíginu fyrir seinni leikinn sem fer fram mánudaginn 1. maí í Lundúnum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN og má horfa á hann aftur í spilaranum hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti