Arsenal þurfi nánast kraftaverk til að vinna City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. apríl 2023 13:01 Arsenal þurfti að sætta sig við jafntefli þriðja leikinn í röð í gær. Julian Finney/Getty Images Eftir að hafa tapað sex stigum í seinustu þremur leikjum hefur Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, galopnað titilbaráttuna. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu, en liðin mætast næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að tryggja öðru hvoru liðinu Englandsmeistaratitilinn. Arsenal þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli er liðið tók á móti botnliði deildarinnar, Southampton, í gær. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í röð og Arsenal er nú með aðeins fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á sex leiki eftir, en City, sem situr í öðru sæti deildarinnar, á tvo leiki til góða. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, hefur greinilega áhyggjur af stöðunni hjá Arsenal þessa dagana. Eftir leik liðsins gegn Southampton í gær sagði hann meðal annars að liðið þyrfti nánast kraftaverk til að vinna City á miðvikudaginn og vera þannig enn með örlögin í sínum höndum. Jamie Carragher says Arsenal 'will have to do something miraculous' to win the Premier League https://t.co/QTivfZAeqZ pic.twitter.com/EncrPNRKqF— MailOnline Sport (@MailSport) April 22, 2023 „Nú þurfa þeir að fara til Manchester og sækja þrjú stig gegn City til að vinna deildina held ég,“ sagði Carragher. „Þeir þurfa að gera eitthvað kraftaverki líkast núna. Þeir þurfa að gera eitthvað einstakt í sínum leik.“ „Ef leikurinn á miðvikudaginn verður í góðu jafnvægi þá þarf Arsenal að passa sig að gera ekki eitthvað heimskulegt til að reyna að vinna leikinn. Ef þeir tapa á miðvikudaginn þá er þetta búið og City vinnur titilinn,“ sagði Carragher að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Arsenal þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli er liðið tók á móti botnliði deildarinnar, Southampton, í gær. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í röð og Arsenal er nú með aðeins fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á sex leiki eftir, en City, sem situr í öðru sæti deildarinnar, á tvo leiki til góða. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, hefur greinilega áhyggjur af stöðunni hjá Arsenal þessa dagana. Eftir leik liðsins gegn Southampton í gær sagði hann meðal annars að liðið þyrfti nánast kraftaverk til að vinna City á miðvikudaginn og vera þannig enn með örlögin í sínum höndum. Jamie Carragher says Arsenal 'will have to do something miraculous' to win the Premier League https://t.co/QTivfZAeqZ pic.twitter.com/EncrPNRKqF— MailOnline Sport (@MailSport) April 22, 2023 „Nú þurfa þeir að fara til Manchester og sækja þrjú stig gegn City til að vinna deildina held ég,“ sagði Carragher. „Þeir þurfa að gera eitthvað kraftaverki líkast núna. Þeir þurfa að gera eitthvað einstakt í sínum leik.“ „Ef leikurinn á miðvikudaginn verður í góðu jafnvægi þá þarf Arsenal að passa sig að gera ekki eitthvað heimskulegt til að reyna að vinna leikinn. Ef þeir tapa á miðvikudaginn þá er þetta búið og City vinnur titilinn,“ sagði Carragher að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira