Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 11:45 Sir Alex Ferguson var ekki hræddur við að láta leikmenn heyra það og svo virðist sem Erik ten Hag geri slíkt hið sama. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila. United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira