Verum örugg í vorumferðinni Ágúst Mogensen skrifar 24. apríl 2023 10:30 Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun