Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2023 14:00 ÍR-ingar féllu úr Olís-deild karla eins og flestir nýliðar undanfarin ár. vísir/hulda margrét Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér. Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira