Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 08:57 Fjöldi fólks flykktist að og fylgdist með. AP Photo/Odelyn Joseph Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni. Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni.
Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44