Anders Lendager er lykilfyrirlesari á fundinum, en hann er danskur arkitekt sem hefur tekið málefnið í sínar hendur og sýnt fram á að það er hægt að taka grænt stökk í mannvirkjagerð. Hann mun halda leiðandi erindi þar sem hann kynnir hugmyndafræðina, nýtt sjónarhorn og ný atvinnutækifæri sem felast í breytingunum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarpar fundinn og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins tekur samtal við Anders Lendager í lok fundar.
Íslenska vegferðin hefur verið kortlögð á eftirtektarverðan hátt með Vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð en hann er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins. Hæfustu vísindateymi okkar Íslendinga í mannvirkjaiðnaði vinna að mikilvægum rannsóknum hjá Aski – mannvirkjarannsóknasjóði sem mörg hver eru innlegg í vegferð Vegvísins og þannig flýtir Askur innleiðingu á þeirri vegferð sem hefur verið kortlögð. HMS og Grænni byggð vinna einnig ötullega að ýmsum innleiðingarverkefnum Vegvísisins.
Hér fyrir neðan má horfa á fundinn.