„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 09:02 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/arnar Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar. Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar.
Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða