Innleiða þurfi aftur aga til að bregðast við ofbeldisöldu og ópíóðafíkn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 14:58 Sigmundur segir að grípa þurfi til drastískra aðgerða. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að innleiða þurfi aftur aga og skilning á því hvað má og má ekki til að bregðast við öldu ofbeldis, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnafaraldri. Gefa þurfi skólastjórendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir. Þetta sagði Sigmundur á þingfundi fyrr í dag. Hann bendir í upphafi ræðu sinnar á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað varað við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi og kallað eftir aðgerðum til að bregðast við. „Við horfum líka upp á fíkniefnafaraldur, ekki hvað síst ópíóðafaraldur, sem borist hefur til Íslands. Nú heyrum við í auknum mæli, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði meðal barna og annarra ungmenna,“ segir Sigmundur. Þetta kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins alls. „Hluti af þeim viðbrögðum hlýtur að vera að innleiða hér aftur ákveðinn aga og skilning á því hvað má og hvað má ekki og gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir,“ segir Sigmundur. Segir það enga lausn að lögleiða fíkniefni Hann bendir á að þegar óöld ríkti í New York borg hafi svokallaðri rúðubrotskenningu verið fylgt til að takast á við glæpaöldu. „Sem fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti, gera strax við þar sem skemmdir höfðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot, að mati stjórnvalda, líklega bara list og skortur er á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ segir Sigmundur. Hann gagnrýnir að stjórnvöld hafi talað fyrir lögleiðingu fíkniefna. „Það er ekki hægt að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Við þurfum að gefa lögreglu og öðrum stjórnvöldum hér tækifæri til að takast á við þennan vanda og gera það af þeirri festu sem þessi stigvaxandi vandi samfélagsins kallar á.“ Miðflokkurinn Lögreglan Fíkniefnabrot Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta sagði Sigmundur á þingfundi fyrr í dag. Hann bendir í upphafi ræðu sinnar á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað varað við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi og kallað eftir aðgerðum til að bregðast við. „Við horfum líka upp á fíkniefnafaraldur, ekki hvað síst ópíóðafaraldur, sem borist hefur til Íslands. Nú heyrum við í auknum mæli, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði meðal barna og annarra ungmenna,“ segir Sigmundur. Þetta kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins alls. „Hluti af þeim viðbrögðum hlýtur að vera að innleiða hér aftur ákveðinn aga og skilning á því hvað má og hvað má ekki og gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir,“ segir Sigmundur. Segir það enga lausn að lögleiða fíkniefni Hann bendir á að þegar óöld ríkti í New York borg hafi svokallaðri rúðubrotskenningu verið fylgt til að takast á við glæpaöldu. „Sem fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti, gera strax við þar sem skemmdir höfðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot, að mati stjórnvalda, líklega bara list og skortur er á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ segir Sigmundur. Hann gagnrýnir að stjórnvöld hafi talað fyrir lögleiðingu fíkniefna. „Það er ekki hægt að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Við þurfum að gefa lögreglu og öðrum stjórnvöldum hér tækifæri til að takast á við þennan vanda og gera það af þeirri festu sem þessi stigvaxandi vandi samfélagsins kallar á.“
Miðflokkurinn Lögreglan Fíkniefnabrot Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44