Þegar barn hafnar foreldri án raunverulegrar ástæðu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2023 20:23 Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Getty 25. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn hafnar foreldri sem það átti áður gott samband við, vegna neikvæðra áhrifa hins foreldrisins. Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti. Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti.
Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira