„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 20:58 Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra segir vinnubrögð Tindastóls ekki vera til útfluttnings. Samsett/Vestri Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að síðasta sumar hafi félagið sent tölvupóst til allra félaganna sem voru með 11. flokki Vestra í deild í Íslandsmótinu. Tilefni tölvupóstsins var til að kanna hvort hin félögin væru til í að gera heiðursmannasamkomulag um að leyfa leikmanni sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki að spila með flokknum í vetur. „Ljóst var að það væri enginn vettvangur fyrir þennan dreng á tímabilinu sem er að líða og því ákváðum við að kanna þennan möguleika, því ekki vildum við að hann hætti í körfubolta. Það reynist oft erfitt að manna flokka á landsbyggðini eftir því sem iðkendur okkar eldast og stóðu hlutirnir þannig að þessi umræddi leikmaður var einn eftir á þessum aldri,“ segir Þórir í færslu sinni. Tindastóll fer í úrslitakeppni á kostnað Vestra Samkvæmt færslu Þóris samþykktu öll lið deildarinnar þessa beiðni Vestra og því lék umræddur leikmaður með 11. flokki félagsins í vetur. Vestri hafnaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól sem hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust innbyrðis í þrígang á tímabilinu þar sem Vestri vann tvo leiki og Tindastóll einn. Þórir segir svo frá því að í dag hafi honum hins vegar borist tölvupóstur frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem honum er tilkynnt að borist hefði formleg kvörtun frá Tindastóli vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim. Það sé því nokkuð ljóst að Tindastóli verði dæmdur 20-0 sigur í leikjunum tveimur sem töpuðust gegn Vestra, en úrslitin úr sigurleik Tindastóls gegn Vestra haldast óbreytt. Tindastóll mun því færast upp í fjórða sæti deildarinnar og fær sæti í úrslitakeppni 2. deildar á kostnað Vestra. Vissu af áhættunni Þórir bendir þó á að hann og aðrir innan stjórnar Vestra hafi vissulega vitað að eitthvað líkt þessu gæti gerst. Hann veltir hins vegar fyrir sér virði heiðursmannasamkomulags. „Ég veit vel hvernig regluverk KKÍ er og vissum við vel af þessari áhættu. En það hefur tíðkast að lið ræði saman í svona aðstöðu og hafa lið nánast alltaf hjálpast að við að skapa öllum vettvang og því sýnt þessu skilning, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu,“ ritar Þórir. „Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls.“ „Ég vill samt óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og vonandi gengur þeim vel. Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ segir Þórir að lokum og lætur skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum við barna- og unglingaráð Tindastóls fylgja með. Uppfært kl. 22:37. Þórir hefur nú uppfært Facebook-færslu sína þar sem hann segist hafa verið í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls eftir að upphafleg færsla hans birtis. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin af miklum minnihluta deildarinnar, án vitundar drengjanna í liðinu og foreldra þeirra. „Er búinn að vera í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls og kom í ljós að þessi ákvörðun var tekin af miklum minnihluta deildarinnar. Það er ljóst að langflestir vissu ekki af þessu og ekki drengirnir í flokknum né foreldrar þeirra.“ Körfubolti Vestri Tindastóll Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að síðasta sumar hafi félagið sent tölvupóst til allra félaganna sem voru með 11. flokki Vestra í deild í Íslandsmótinu. Tilefni tölvupóstsins var til að kanna hvort hin félögin væru til í að gera heiðursmannasamkomulag um að leyfa leikmanni sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki að spila með flokknum í vetur. „Ljóst var að það væri enginn vettvangur fyrir þennan dreng á tímabilinu sem er að líða og því ákváðum við að kanna þennan möguleika, því ekki vildum við að hann hætti í körfubolta. Það reynist oft erfitt að manna flokka á landsbyggðini eftir því sem iðkendur okkar eldast og stóðu hlutirnir þannig að þessi umræddi leikmaður var einn eftir á þessum aldri,“ segir Þórir í færslu sinni. Tindastóll fer í úrslitakeppni á kostnað Vestra Samkvæmt færslu Þóris samþykktu öll lið deildarinnar þessa beiðni Vestra og því lék umræddur leikmaður með 11. flokki félagsins í vetur. Vestri hafnaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól sem hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust innbyrðis í þrígang á tímabilinu þar sem Vestri vann tvo leiki og Tindastóll einn. Þórir segir svo frá því að í dag hafi honum hins vegar borist tölvupóstur frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem honum er tilkynnt að borist hefði formleg kvörtun frá Tindastóli vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim. Það sé því nokkuð ljóst að Tindastóli verði dæmdur 20-0 sigur í leikjunum tveimur sem töpuðust gegn Vestra, en úrslitin úr sigurleik Tindastóls gegn Vestra haldast óbreytt. Tindastóll mun því færast upp í fjórða sæti deildarinnar og fær sæti í úrslitakeppni 2. deildar á kostnað Vestra. Vissu af áhættunni Þórir bendir þó á að hann og aðrir innan stjórnar Vestra hafi vissulega vitað að eitthvað líkt þessu gæti gerst. Hann veltir hins vegar fyrir sér virði heiðursmannasamkomulags. „Ég veit vel hvernig regluverk KKÍ er og vissum við vel af þessari áhættu. En það hefur tíðkast að lið ræði saman í svona aðstöðu og hafa lið nánast alltaf hjálpast að við að skapa öllum vettvang og því sýnt þessu skilning, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu,“ ritar Þórir. „Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls.“ „Ég vill samt óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og vonandi gengur þeim vel. Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ segir Þórir að lokum og lætur skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum við barna- og unglingaráð Tindastóls fylgja með. Uppfært kl. 22:37. Þórir hefur nú uppfært Facebook-færslu sína þar sem hann segist hafa verið í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls eftir að upphafleg færsla hans birtis. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin af miklum minnihluta deildarinnar, án vitundar drengjanna í liðinu og foreldra þeirra. „Er búinn að vera í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls og kom í ljós að þessi ákvörðun var tekin af miklum minnihluta deildarinnar. Það er ljóst að langflestir vissu ekki af þessu og ekki drengirnir í flokknum né foreldrar þeirra.“
Körfubolti Vestri Tindastóll Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn