Barcelona búið að redda sér 226 milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:02 Leikmenn Barcelona fagna ekki mörkum á Spotify Camp Nou á næsta tímabili því völlurinn fer þá í gegnum enduruppbyggingu. Getty/ Alex Caparros Slæm fjárhagsstaða Barcelona hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Fyrst hafði félagið ekki efni á að semja við Lionel Messi, þá hefur gengið illa að fá keppnisleyfi fyrir leikmenn og skuldastaðan er mjög slæm. Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026. Spænski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026.
Spænski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira