Lögreglunemar með Lúlla/Lúllu lúser í tilsjón! Davíð Bergmann skrifar 26. apríl 2023 07:30 Núna eins og oft áður tröllríður í samfélaginu sú umræða að ofbeldi ungmenna sé að versna. Það er talað um aukinn vopnaburð og að harkan sé meiri þetta sinn, fyrir nokkrum mánuðum var talað um gróft einelti með sama hætti. Mér finnst ég hafi heyrt þennan söng áður, þar sem ég hef starfað með ungmennum síðan ég hóf störf í útideildinni 1994. Útideildin var úrræði á vegum unglingadeildar Reykjavíkurborgar sem var í vettvangs og leitarstarfi sem ég tel fulla þörf á að endurvekja á ný, því hún gerði kraftaverk fyrir marga. Í dag starfa ég í Fjölsmiðjunni á Höfuðborgarsvæðinu og hef gert það í nokkur ár sem er úrræði fyrir ungmenni sem hafa flosnað upp úr námi eða á atvinnumarkaði. Í Fjölsmiðjunni reynum við að styrkja ungmennin okkar til góðra verka og til farsældar ákvörðunar töku í lífinu. Svo að ég snúi mér aftur að viðfangsefninu þá ég verð ég að segja það að því miður hefur lítið breyst síðan ég hóf störf Útideildinni í málaflokki ungmenna sem velja sér að lífsstílinn glæpi. Tóku þið eftir því að ég nota orðið velja! Nú verða eflaust margir brjálaðir að ég skuli leyfa mér að nota þetta orð. Það er akkúrat málið og ég hef verið þeirra skoðunar alveg síðan að ég byrjaði að starfa í þessu að við höfum öll val og það var einmitt það sem ég notaði óspart í hópstarfinu sem ég rak í samvinnu við Lögregluna, Slökkvilið, Björgunarsveitir, Landhelgisgæsluna, Tryggingafélag, fyrrverandi fanga, og síðast en ekki síst lækna sem meðhöndlar fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi. En ég ætla að koma að starfinu seinna í greininni. En hvað ætlum við að gera núna jú það sama og venjulega kalla alla heimsins helstu sérfræðinga til ráðabruggs sameigna krafta hinna og þessara en eitt átakið sem litlu sem engu skilar. Ég er sannfærður að afbrota tíðni mun ekkert minnka því þessir sem þurfa að hífa sína veiku sjálfsmynd með neikvæðu atferli munu ekki hætta þó heimsins besti fræðingur myndi birtast og segjast vera með öll svörin. Nú er svo komið að ég get ekki orða bundist lengur því mér finnst eina ferðina enn að við séum að fara í almennar aðgerðir sem ég held að muni skila okkur engu frekar en síðast þegar farið var í átak. „Nonni/Gunna norm“ eru ekki vandamálið heldur Lúlli/Lúlla lúser. Þá förum við ekki í almennar aðgerðir heldur förum í kjarnann ekki með því að fjölga diplómaprikum á bak við skrifborð í fílabeinsturnum og að stofna enn eina nefndina sem engu skilar nema fleiri möppum í barnamálaráðuneytið eða hvað ráðuneytið heitir aftur. Þetta er allt fullreynt og er svolítið eins og bíómyndin með Bill Murrey Groundhog Day, með öðrum orðum „endurtekning“ og er allra síst þessum einstaklingum til tekna sem velja sér lífsstílinn afbrot. Þessi umræða um vopnvæðingu og ofbeldi á meðal ungmenna er heldur ekki ný á nálinni og hvort harkan sé meiri núna en áður. Mér finnst heldur að það ekki eigi að vera aðal umræðuefnið heldur hvað ætlum við að gera í málum hér nú og í alvörunni. Hvað með að koma nýja nálgun í þessum málaflokki sem einhverju skilar til langs tíma og þá með Lúlla og Lúllu í huga. Ég er þeirra skoðunar að landið okkar og innviðir bjóða upp slíka vinnu og við getum boðið upp á alvöru betrun fyrir unga afbrotamanna hér á landi. Meira segja þannig að við verðum fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir og án þess að það þurfi að stofna til starfshópa eða nefnda og kalla til alla sérfræðinga heimsins eins og okkur hættir alltaf til að gera. Ég er líka sannfærður að það kemur til með að kosta til að byrja með en það muni skilar sér margfald samfélagslega og bjargar mannslífum og spara ríkissjóð milljarða til langs tíma litið. Ef við ætlum að þora feta þann veg þá verðum við að snúa olíuskipinu við sem hefur haft laskaða skrúfu í áratugi og taka nýja stefnu. Árið 1996 fór ég ásamt samstarfsfélaga mínum í útideildinni til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs að kynna mér samstarf unglingaráðgjafa hjá sveitarfélagum og lögreglu og sér í lagi vettvangs vinnu. Þessi ferð situr en föst í minni mínum fyrir margar sakir því þarna sá ég margt mjög vel gert en það sem stóð upp úr var PUK. Puk stóð fyrir politest ungdoms klub. Danirnir voru á þeim tíma að glíma við það sama og við erum að glíma við í dag og hvað var þá til ráða. Jú það voru fegnir ákveðnir lögreglumenn með góða hæfni í samskiptum til ákveðna tilsjónaverka með ungmennum í áhættu. Þarna sá maður menn í búningum að spila körfubolta eða borðtennis við þessa grjóthörðu töffara og það var meira segja mótorsmiðja sem var rekinn af lögreglumanni og hún var með keppnisbraut líka. Þarna var búið að leiða saman tvo ólíka heima og vitið annað þetta virkaði þessi tilsjón skilaði sínu. Þetta kalla ég alvöru forvörn. Þarna var ekki verið að stilla þeim bak við skrifborð og reka úr garnirnar heldur var verið að styrkja þá jákvætt og helstu óvinur þeirra í lífinu „löggan“ var ekkert svo slæm eftir allt saman í þeirra huga eftir þetta. Þegar ég kom heim aftur braut ég heilan í þó nokkurn tíma hvað myndi virka hér á landi því ég var búinn að sitja tugi ef ekki hundruð yfirherslna ungmenna sem voru að brjóta af sér sem barnaverndar starfsmaður. Það sem ég skynjaði þá að þetta voru oftast sömu aðilarnir Lúlli/Lúlla lúser og þau voru bara að taka stefnuna "one way ticket to litlahraun". Hvað á maður þá til bragðs að taka því ég upplifði að þeim var skít slétt sama um afleiðingar afbrota sinna sem voru líka oftast engar og annað sem ég gerði mér grein fyrir að þau skynjuðu ekki alvarleika þess að vera í afbrotum. Hvað gerir maður þá stillir maður þeim á bak við skrifborð og rekur úr þeim garnirnar nei það er fullreynt ég varð að koma með nýja nálgun til að vekja þau til umhugsunar hvað er að vera í afbrotum. Þess vegna kallaði ég starfið „hver ertu og hvert eru að fara“ Þannig að ég bjó til Hópstarf með það í huga að fræða fyrst og fremst. Þetta skilaði stórkostlegum árangri en Barnaverndarstofa „Fílabeinsturninn“ hafði horn í síðu starfsins og taldi þessi vinnubrögð ekki vera rannsökuð né viðurkenndar aðferðir og taldi að barnaverndum landsins stæði ógn af svona vinnu. Dæmi hver fyrir sig hvernig getur svona hópstarf talist hættulegt fyrir ungmenni sem er í bullandi áhættu að vera kannski lokuð inni á stofnunum stóran hluta af af sinni ævi bak við lás og slá. Ég skal útskýra það þá þarf ég að leiða þig kæri lesandi inn í hver hugmyndafærði hópstarfsins var. Fyrst þegar ég hitti strákana því það voru eingöngu strákar í mínu hópstarfi. Fór ég með þá upp á fjall og lét þá síga niður bjarg með digri aðstoð björgunarsveitar. Af hverju jú til að hrista hópinn saman og það var líka gert í þeim tilgangi að skýra goggunarröðina innan hópsins. Það var venjan að sá sem hafði sig mest frami andfélagslegum atferli þorði ekki fram af brúninni. Þarna var búið að taka vopnin úr höndunum á honum til að leiða með neikvæðum formerkjum og jafnvel sá sem var neðstur í röðinni fékk þá viðurkenningu sem hann átti skilið. Eftir þetta gat í hnoðað þennan hóp auðveldlega saman og stýrt. Þarna var kannski einn stærsti sigur sem þessir strákar höfðu gert í sínu lífi að fara fram af bjargbrún og það var eingöngu hægt að treysta á sjálfan sig og enga aðra. Þarna var kominn vettvangur til að ræða hópþrýsting hvað er að vera samsekur í verknaði og margt fleira. Allar þessar heimsóknir höfðu margþættan tilgang. Næsta skipti hittum við fyrrverandi fanga sem hafði á einu fylleríi sem ungur maður stungið mann þannig að lífshættulegur áverki hlaust af. Hann sagði strákunum frá því hvað það er í raun og veru að vera lokaður inni og útskýrði fyrir þeim skömmina ekki bara hjá honum heldur allri hans fjölskyldu. Það væri ekkert töff að vera í fangelsi og þar gráta menn líka í koddann og kvíðinn og óttinn hverfur ekkert fyrir lífinu í fangelsi þó svo að sumir vildu líta á sig sem nagla en voru fyrir innan bara viðkvæmar sálir með brotna sjálfsmynd. Því næst fórum við og hittum mann frá tryggingafélagi sem útskýrði bótarétt fyrir strákum. Sem ég held að hafi verið mikil vakning hjá þeim. Þarna komust þeir að því að það væri hægt að hundleita þá allt lífið með skaðabótaskyldu til að mynda ef þeir valda alvarlegu slysi undir áhrifum ökutækis. Þeir höfðu allir í þessum hóp nema einn ekið réttindalausir á bíl enda voru þeir ekki nema 14-15 ára og nokkrir undir áhrifum. Næsta heimsókn var þegar við hittum annað hvort björgunarsveitina eða landhelgisgæsluna. Þá fórum við út á gúmmíbát í smá öldugangi út á sjó og þeir voru klæddir í flotgalla. Síðan setti ég einn og einn út í sjó og við fórum með bátinn í burt. Þarna urðu margir stórir kallar litlir í sér það reyna hífa sína veiku sjálfsmynd með töffaragangi og fela sig inn í hóp fór lítið fyrir þarna og það eina sem blasti við þeim var munkinn í loftin og aldan sem bar þá stjórnlaust út á haf. Þegar komið var með bátinn skriðu þeir fegnir um borð búnir að komast í tæri við tilfinningu sem þeir þekktu ekki. Þarna var staður og stund til að ræða hvað er að vera í afbrotum. Er það kannski eins stjórnlaust eins og þeir upplifðu í sjónum er ekki þannig í heimi glæpa og það er ekki alltaf svo að það kemur einhver og dregur þig um borð. Oftast er öllum drullusama um þig í þessum heimi og hver hugsar um sig. Síðan fórum við á æfingasvæði sérsveitarinnar og það voru fullbúnir sérsveitarmenn sem tóku á móti okkur. Ég gleymi því seint þegar við vorum að keyra þangað var mikil korgi í strákunum og þeim finnst ekki mikið til koma löggunnar. Þetta væru allt feitir aumingjar sem gætu ekkert hlaupið. En annað kom á daginn og þessi heimsókn gleymist aldrei í þeirra huga. Nú var komið að slökkviliðinu. Sett var á svið slys þeir voru allir í búningum og þeir áttu að vera koma að vettvangi þar sem ölvunar akstur átti sér stað og bílinn var á þakinu. Þeir voru með klippur og inn í bílnum var 50 kg dúkka sem þeir áttu að bjarga og þetta var undir tímapressu. Sjúkraflutningamenn útskýrðu hvernig það væri að koma á vettvang ofbeldis. Þeir fóru í plat reykköfun í gegnum þrautabraut blindaðir þar sem þeir urðu að treysta á hvor aðra 100%. Þarna var komið tilefni til að ræða vináttuna og hvað er í raun að vera vinur. Síðasta heimsóknin voru læknarnir sem vinna með afleiðingar ofbeldis. Þeir útskýrðu fyrir þeim að jafnvel eitt kjaftshögg getur elt þá allt lífið. Getum við ekki prufað eitthvað svona í staðinn fyrir það sem við höfum gert hingað til. Að lokum ekki fleiri nefndir og fræðinga á bak við skrifborð heldur nýja nálgun á vandanum takk. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Núna eins og oft áður tröllríður í samfélaginu sú umræða að ofbeldi ungmenna sé að versna. Það er talað um aukinn vopnaburð og að harkan sé meiri þetta sinn, fyrir nokkrum mánuðum var talað um gróft einelti með sama hætti. Mér finnst ég hafi heyrt þennan söng áður, þar sem ég hef starfað með ungmennum síðan ég hóf störf í útideildinni 1994. Útideildin var úrræði á vegum unglingadeildar Reykjavíkurborgar sem var í vettvangs og leitarstarfi sem ég tel fulla þörf á að endurvekja á ný, því hún gerði kraftaverk fyrir marga. Í dag starfa ég í Fjölsmiðjunni á Höfuðborgarsvæðinu og hef gert það í nokkur ár sem er úrræði fyrir ungmenni sem hafa flosnað upp úr námi eða á atvinnumarkaði. Í Fjölsmiðjunni reynum við að styrkja ungmennin okkar til góðra verka og til farsældar ákvörðunar töku í lífinu. Svo að ég snúi mér aftur að viðfangsefninu þá ég verð ég að segja það að því miður hefur lítið breyst síðan ég hóf störf Útideildinni í málaflokki ungmenna sem velja sér að lífsstílinn glæpi. Tóku þið eftir því að ég nota orðið velja! Nú verða eflaust margir brjálaðir að ég skuli leyfa mér að nota þetta orð. Það er akkúrat málið og ég hef verið þeirra skoðunar alveg síðan að ég byrjaði að starfa í þessu að við höfum öll val og það var einmitt það sem ég notaði óspart í hópstarfinu sem ég rak í samvinnu við Lögregluna, Slökkvilið, Björgunarsveitir, Landhelgisgæsluna, Tryggingafélag, fyrrverandi fanga, og síðast en ekki síst lækna sem meðhöndlar fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi. En ég ætla að koma að starfinu seinna í greininni. En hvað ætlum við að gera núna jú það sama og venjulega kalla alla heimsins helstu sérfræðinga til ráðabruggs sameigna krafta hinna og þessara en eitt átakið sem litlu sem engu skilar. Ég er sannfærður að afbrota tíðni mun ekkert minnka því þessir sem þurfa að hífa sína veiku sjálfsmynd með neikvæðu atferli munu ekki hætta þó heimsins besti fræðingur myndi birtast og segjast vera með öll svörin. Nú er svo komið að ég get ekki orða bundist lengur því mér finnst eina ferðina enn að við séum að fara í almennar aðgerðir sem ég held að muni skila okkur engu frekar en síðast þegar farið var í átak. „Nonni/Gunna norm“ eru ekki vandamálið heldur Lúlli/Lúlla lúser. Þá förum við ekki í almennar aðgerðir heldur förum í kjarnann ekki með því að fjölga diplómaprikum á bak við skrifborð í fílabeinsturnum og að stofna enn eina nefndina sem engu skilar nema fleiri möppum í barnamálaráðuneytið eða hvað ráðuneytið heitir aftur. Þetta er allt fullreynt og er svolítið eins og bíómyndin með Bill Murrey Groundhog Day, með öðrum orðum „endurtekning“ og er allra síst þessum einstaklingum til tekna sem velja sér lífsstílinn afbrot. Þessi umræða um vopnvæðingu og ofbeldi á meðal ungmenna er heldur ekki ný á nálinni og hvort harkan sé meiri núna en áður. Mér finnst heldur að það ekki eigi að vera aðal umræðuefnið heldur hvað ætlum við að gera í málum hér nú og í alvörunni. Hvað með að koma nýja nálgun í þessum málaflokki sem einhverju skilar til langs tíma og þá með Lúlla og Lúllu í huga. Ég er þeirra skoðunar að landið okkar og innviðir bjóða upp slíka vinnu og við getum boðið upp á alvöru betrun fyrir unga afbrotamanna hér á landi. Meira segja þannig að við verðum fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir og án þess að það þurfi að stofna til starfshópa eða nefnda og kalla til alla sérfræðinga heimsins eins og okkur hættir alltaf til að gera. Ég er líka sannfærður að það kemur til með að kosta til að byrja með en það muni skilar sér margfald samfélagslega og bjargar mannslífum og spara ríkissjóð milljarða til langs tíma litið. Ef við ætlum að þora feta þann veg þá verðum við að snúa olíuskipinu við sem hefur haft laskaða skrúfu í áratugi og taka nýja stefnu. Árið 1996 fór ég ásamt samstarfsfélaga mínum í útideildinni til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs að kynna mér samstarf unglingaráðgjafa hjá sveitarfélagum og lögreglu og sér í lagi vettvangs vinnu. Þessi ferð situr en föst í minni mínum fyrir margar sakir því þarna sá ég margt mjög vel gert en það sem stóð upp úr var PUK. Puk stóð fyrir politest ungdoms klub. Danirnir voru á þeim tíma að glíma við það sama og við erum að glíma við í dag og hvað var þá til ráða. Jú það voru fegnir ákveðnir lögreglumenn með góða hæfni í samskiptum til ákveðna tilsjónaverka með ungmennum í áhættu. Þarna sá maður menn í búningum að spila körfubolta eða borðtennis við þessa grjóthörðu töffara og það var meira segja mótorsmiðja sem var rekinn af lögreglumanni og hún var með keppnisbraut líka. Þarna var búið að leiða saman tvo ólíka heima og vitið annað þetta virkaði þessi tilsjón skilaði sínu. Þetta kalla ég alvöru forvörn. Þarna var ekki verið að stilla þeim bak við skrifborð og reka úr garnirnar heldur var verið að styrkja þá jákvætt og helstu óvinur þeirra í lífinu „löggan“ var ekkert svo slæm eftir allt saman í þeirra huga eftir þetta. Þegar ég kom heim aftur braut ég heilan í þó nokkurn tíma hvað myndi virka hér á landi því ég var búinn að sitja tugi ef ekki hundruð yfirherslna ungmenna sem voru að brjóta af sér sem barnaverndar starfsmaður. Það sem ég skynjaði þá að þetta voru oftast sömu aðilarnir Lúlli/Lúlla lúser og þau voru bara að taka stefnuna "one way ticket to litlahraun". Hvað á maður þá til bragðs að taka því ég upplifði að þeim var skít slétt sama um afleiðingar afbrota sinna sem voru líka oftast engar og annað sem ég gerði mér grein fyrir að þau skynjuðu ekki alvarleika þess að vera í afbrotum. Hvað gerir maður þá stillir maður þeim á bak við skrifborð og rekur úr þeim garnirnar nei það er fullreynt ég varð að koma með nýja nálgun til að vekja þau til umhugsunar hvað er að vera í afbrotum. Þess vegna kallaði ég starfið „hver ertu og hvert eru að fara“ Þannig að ég bjó til Hópstarf með það í huga að fræða fyrst og fremst. Þetta skilaði stórkostlegum árangri en Barnaverndarstofa „Fílabeinsturninn“ hafði horn í síðu starfsins og taldi þessi vinnubrögð ekki vera rannsökuð né viðurkenndar aðferðir og taldi að barnaverndum landsins stæði ógn af svona vinnu. Dæmi hver fyrir sig hvernig getur svona hópstarf talist hættulegt fyrir ungmenni sem er í bullandi áhættu að vera kannski lokuð inni á stofnunum stóran hluta af af sinni ævi bak við lás og slá. Ég skal útskýra það þá þarf ég að leiða þig kæri lesandi inn í hver hugmyndafærði hópstarfsins var. Fyrst þegar ég hitti strákana því það voru eingöngu strákar í mínu hópstarfi. Fór ég með þá upp á fjall og lét þá síga niður bjarg með digri aðstoð björgunarsveitar. Af hverju jú til að hrista hópinn saman og það var líka gert í þeim tilgangi að skýra goggunarröðina innan hópsins. Það var venjan að sá sem hafði sig mest frami andfélagslegum atferli þorði ekki fram af brúninni. Þarna var búið að taka vopnin úr höndunum á honum til að leiða með neikvæðum formerkjum og jafnvel sá sem var neðstur í röðinni fékk þá viðurkenningu sem hann átti skilið. Eftir þetta gat í hnoðað þennan hóp auðveldlega saman og stýrt. Þarna var kannski einn stærsti sigur sem þessir strákar höfðu gert í sínu lífi að fara fram af bjargbrún og það var eingöngu hægt að treysta á sjálfan sig og enga aðra. Þarna var kominn vettvangur til að ræða hópþrýsting hvað er að vera samsekur í verknaði og margt fleira. Allar þessar heimsóknir höfðu margþættan tilgang. Næsta skipti hittum við fyrrverandi fanga sem hafði á einu fylleríi sem ungur maður stungið mann þannig að lífshættulegur áverki hlaust af. Hann sagði strákunum frá því hvað það er í raun og veru að vera lokaður inni og útskýrði fyrir þeim skömmina ekki bara hjá honum heldur allri hans fjölskyldu. Það væri ekkert töff að vera í fangelsi og þar gráta menn líka í koddann og kvíðinn og óttinn hverfur ekkert fyrir lífinu í fangelsi þó svo að sumir vildu líta á sig sem nagla en voru fyrir innan bara viðkvæmar sálir með brotna sjálfsmynd. Því næst fórum við og hittum mann frá tryggingafélagi sem útskýrði bótarétt fyrir strákum. Sem ég held að hafi verið mikil vakning hjá þeim. Þarna komust þeir að því að það væri hægt að hundleita þá allt lífið með skaðabótaskyldu til að mynda ef þeir valda alvarlegu slysi undir áhrifum ökutækis. Þeir höfðu allir í þessum hóp nema einn ekið réttindalausir á bíl enda voru þeir ekki nema 14-15 ára og nokkrir undir áhrifum. Næsta heimsókn var þegar við hittum annað hvort björgunarsveitina eða landhelgisgæsluna. Þá fórum við út á gúmmíbát í smá öldugangi út á sjó og þeir voru klæddir í flotgalla. Síðan setti ég einn og einn út í sjó og við fórum með bátinn í burt. Þarna urðu margir stórir kallar litlir í sér það reyna hífa sína veiku sjálfsmynd með töffaragangi og fela sig inn í hóp fór lítið fyrir þarna og það eina sem blasti við þeim var munkinn í loftin og aldan sem bar þá stjórnlaust út á haf. Þegar komið var með bátinn skriðu þeir fegnir um borð búnir að komast í tæri við tilfinningu sem þeir þekktu ekki. Þarna var staður og stund til að ræða hvað er að vera í afbrotum. Er það kannski eins stjórnlaust eins og þeir upplifðu í sjónum er ekki þannig í heimi glæpa og það er ekki alltaf svo að það kemur einhver og dregur þig um borð. Oftast er öllum drullusama um þig í þessum heimi og hver hugsar um sig. Síðan fórum við á æfingasvæði sérsveitarinnar og það voru fullbúnir sérsveitarmenn sem tóku á móti okkur. Ég gleymi því seint þegar við vorum að keyra þangað var mikil korgi í strákunum og þeim finnst ekki mikið til koma löggunnar. Þetta væru allt feitir aumingjar sem gætu ekkert hlaupið. En annað kom á daginn og þessi heimsókn gleymist aldrei í þeirra huga. Nú var komið að slökkviliðinu. Sett var á svið slys þeir voru allir í búningum og þeir áttu að vera koma að vettvangi þar sem ölvunar akstur átti sér stað og bílinn var á þakinu. Þeir voru með klippur og inn í bílnum var 50 kg dúkka sem þeir áttu að bjarga og þetta var undir tímapressu. Sjúkraflutningamenn útskýrðu hvernig það væri að koma á vettvang ofbeldis. Þeir fóru í plat reykköfun í gegnum þrautabraut blindaðir þar sem þeir urðu að treysta á hvor aðra 100%. Þarna var komið tilefni til að ræða vináttuna og hvað er í raun að vera vinur. Síðasta heimsóknin voru læknarnir sem vinna með afleiðingar ofbeldis. Þeir útskýrðu fyrir þeim að jafnvel eitt kjaftshögg getur elt þá allt lífið. Getum við ekki prufað eitthvað svona í staðinn fyrir það sem við höfum gert hingað til. Að lokum ekki fleiri nefndir og fræðinga á bak við skrifborð heldur nýja nálgun á vandanum takk. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun