Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 09:53 Keith Alexander stýrði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) frá 2005 til 2014. Síðan þá hefur hann auðgast á ráðgjafarstörfum fyrir erlend ríki, þar á meðal Sádi-Arabíu. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira