Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Stefán Ólafsson skrifar 26. apríl 2023 10:30 Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stefán Ólafsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar