Fótbolti

KSÍ hafnaði beiðni FH um frestun

Jón Már Ferro skrifar
Birkir Sveinsson er mótastjóri KSÍ.
Birkir Sveinsson er mótastjóri KSÍ.

„Leikurinn verður á föstudaginn. Mótanefnd KSÍ hafnaði ósk FH um frestun á leiknum,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, varðandi ósk FH um að fresta leik liðsins gegn KR í Bestu deild karla.

Kaplakrikavöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og sótti FH því um frestun á áðurnefndum leik enda vill félagið ekki skemma sinn heimavöll.

„Þessi ósk kom. Henni var hafnað og ekkert meira um það að segja,“ segir Birkir.

„Kaplakrikavöllur er sá völlur sem FH leggur til og ég geri ráð fyrir honum á Kaplakrikavelli. Ef þeir ætla að fara með leikinn eitthvað annað sem uppfyllir ekki skilyrði þá þurfa þeir að sækja um það líkt og þeir gerðu síðast fyrir Stjörnuleikinn,“ segir Birkir.

Sætin sem FH setti upp fyrir Stjörnuleikinn eru ennþá til staðar og spurning hvort annar heimaleikur Fimleikafélagsins í röð fari fram á Miðvellinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×