„Ég hef aðallega verið að gera uppbyggingaraðgerð á konum frá Afríku sem hafa verið limlestar, eða umskornar,“ segir Hannes í hlaðvarpsþættinum Spjallið, sem er í umsjón vinkvennanna Línu Birgittu Sigurðardóttur, Gurrýar Jónsdóttur og Sólrúnar Diego.
„Ég er að gera mitt besta í að fá upp form og funksjón á kynfærunum sem mest til baka. Þetta er frekar nýtt, eða um tíu ár síðan og ekki í boði á mörgum stöðum í heiminum. En þetta er í boði hér á Íslandi,“ segir Hannes sem hefur framkvæmt tugi aðgerða sem þessar í Stokkhólmi, þar sem hann bjó og starfaði í tíu ár.
Hann segir tæknina nýja, eða um tíu ára gamla, og ekki í boði á mörgum stöðum í heiminum. Þó hér á Íslandi.
„Þetta er líka tækni sem eru að þróast.“
Að sögn Hannesar áætlar Alþjóða heilbrigðisstofnunin að um tvö til þrjú hundruð milljón kvenna í heiminum sé umskornar, og um tvær til þrjár milljónir stúlkna á ári.
Trans konur líklegar að fá fullnægingu eftir aðgerð
Hannes framkvæmir stærri kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítalanum sem hann segir hafi þróast mikið síðustu ár.
„Markmiðið er að fá upp form og starfsgetu kynfærisins eins og ef þú hefðir fæðst með það,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það má segja það að í flestum tilvikum næst ansi flott niðurstaða sem virkar.“
Að sögn Hannesar geta yfir níutíu prósent trans kvenna fengið fullnægingu eftir aðgerð og vitnar í rannsókn í doktorsverkefni sínu sem hann gerði um kynleiðréttingar á trans konum.
„Ég sker út lítinn hluta af kónginum, spara taugarnar og æðarnar og býr til sníp úr honum,“ útskýrir hann.
„Við gerðum taugaleiðnipróf, þrýstingspróf og titringspróf á snípnum og kom í ljós að næmnin í snípnum var meira að segja jafngóð eða jafnvel betri í heldur en í þessum hluta kóngsins var betri á þessu svæði en fyrir aðgerð. Það var eins og taugaþéttnin var orðin meiri á minna svæði og hlóðst upp meiri næmni.“
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: