Gæsluvarðhald yfir sakborningum rennur út á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 17:05 Frá vettvangi manndrápsins á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Upptök átakanna voru á Rokkbarnum sem sjá má í fjarlægð. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir ungum karlmönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn á manndrápi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nítján ára karlmaður sem hefur játað aðild að málinu var síðast yfirheyrður vegna málsins á sunnudag. Gæsluvarðhald yfir þremur drengjum á aldrinum 17-19 ára rennur út á morgun. Þeir voru allir handteknir í framhaldi af því að pólskum karlmanni var ráðinn bani með hníf á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir liggja fyrir á morgun hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nítján ára karlmaður hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi. Lögregla hefur sagst hafa nokkuð skýra mynd af málinu. Því til staðfestingar hefur sá nítján ára ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. Reikna má með því að lögregla leiði alla þrjá fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á morgun og fari fram á frekara varðhald. Óvíst er hvort sama krafa verði gerð varðandi sakborningana þrjá. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir þremur drengjum á aldrinum 17-19 ára rennur út á morgun. Þeir voru allir handteknir í framhaldi af því að pólskum karlmanni var ráðinn bani með hníf á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir liggja fyrir á morgun hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nítján ára karlmaður hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi. Lögregla hefur sagst hafa nokkuð skýra mynd af málinu. Því til staðfestingar hefur sá nítján ára ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. Reikna má með því að lögregla leiði alla þrjá fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á morgun og fari fram á frekara varðhald. Óvíst er hvort sama krafa verði gerð varðandi sakborningana þrjá.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20