Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 17:24 Skipulagsbreytingar voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Kópavogsbær Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs. Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs.
Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31