Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur vegna manndrápsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 11:21 Einn þeirra þriggja leiddur fyrir dómara í hádeginu í dag. vísir/Vilhelm Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarhald yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um að eiga þátt í dauða manns sem stunginn var til bana á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttstofu. Grímur segir að farið verði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur, sem eru fæddir á árunum 2004-2006. Sá elsti verður því nítján ára á árinu. Það sé gert á grundvelli almannahagsmuna. María Káradóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni segir að krafa sé gerð um að tveir af mönnunum sem eru undir lögaldri verði vistaðir á viðeigandi stofnun á vegum barnavaldayfirvalda. Þá er það í höndum dómara við Héraðsdóm Reykjaness að úrskurða hvort fallist verði á gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ungur karlmaður, á nítjánda ári, hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. 26. apríl 2023 10:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttstofu. Grímur segir að farið verði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur, sem eru fæddir á árunum 2004-2006. Sá elsti verður því nítján ára á árinu. Það sé gert á grundvelli almannahagsmuna. María Káradóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni segir að krafa sé gerð um að tveir af mönnunum sem eru undir lögaldri verði vistaðir á viðeigandi stofnun á vegum barnavaldayfirvalda. Þá er það í höndum dómara við Héraðsdóm Reykjaness að úrskurða hvort fallist verði á gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ungur karlmaður, á nítjánda ári, hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. 26. apríl 2023 10:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02
Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. 26. apríl 2023 10:49