Haaland vantar nú sjö mörk til að jafna met Alan Shearer, frá 1994-95 tímabilinu, og Andrew Cole, frá tímabilinu á undan. Báðir skoruðu þeir 34 mörk og gáfu þrettán stoðsendingar eða komu samtals að 47 mörkum liða sinna.
Norðmaðurinn er fimmti leikmaðurinn til að koma að fjörutíu mörkum á tímabili en fyrir ofan hann á listanum eru auk Cole og Shearer, Thierry Henry (44, timabilið 2002-03), Luis Suárez (43, 2013-14) og Mohamed Salah (42, 2017-18).
7 - Only five players have provided more assists in the Premier League this season than Erling Haaland (7): Kevin De Bruyne (16), Bukayo Saka (11), Leandro Trossard (9), Andrew Robertson (8) and Michael Olise (8). Outlet. pic.twitter.com/xGoqodty1E
— OptaJoe (@OptaJoe) April 26, 2023
Haaland skoraði sitt 33. mark í ensku úrvalsdeildinni, gegn Arsenal, í gær og komst þar með yfir Mohamed Salah, leikmann Liverpool, á listanum yfir þá sem hafa skorað mest í 38 leikja deild.
Salah skoraði 32 mörk á 2017-18 tímabilinu og hafði því haldið metinu í fimm ár. Luiz Suarez, Cristiano Ronaldo og Alan Shearer voru allir með 31 mark og því engin smá nöfn á þessum lista.