„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. apríl 2023 13:00 Ragnar Erling er ekki sammála forstjóra Vogs um að ekki skorti úrræði fyrir fólk með fíknisjúkdóma aðeins fjármagn. Hann segir fulla þörf á fjölbreyttari úrræðum. Vísir/Steingrímur Dúi Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40