„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:08 Svona leit morguninn eflaust út hjá mörgum á Suður- og suðvesturlandi. Vísir/Egill Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“ Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“
Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira