Söngkonan greindi sjálf frá þessu á CinemaCon í Las Vegas í dag. Hún grínaðist með að hafa reynt að fá að talsetja fyrir Æðsta strump en endað á að fá Strympu.
Rihanna mun einnig semja og syngja inn á lög fyrir myndina sem stefnt er á að komi út í febrúar árið 2025. Verður myndin leikin og teiknimynd í bland, svipað tveimur kvikmyndum um Strumpana sem komu út árið 2011 og 2013. Í þeim myndum var það Katy Perry sem talaði fyrir Strympu en árið 2017 kom út þriðja myndin sem var bara teiknimynd. Þar talaði Demi Lovato fyrir Strympu.
